Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Síða 87
199
dauða Eiríks konungs, en af því kvæði er að eins
til brot í Fsk., og segir þar, að 5 konungar hafi
fallið með Eiríki (Fsk. 17. bls.), hafa nöfn þeirra
verið talin í kvæðinu (»konungar eru fimm | kenni
ek þér nafn allra | ek em binn sétti sjálfr«), og hefir
Snorri eflaust tekið nöfnin þaðan, er hann segir
<Hkr. 86. bls.; Hák. s. góða 4. k.), að þessir sé nefndir:
»Guthormr og synir hans 2: ívarr ok Hárekr«, og
enn fremr »Sigurðr ok Rögnvaldr«*. Hárekr og
Rögnvaldr eru sjálfsagt sömu menn og »Henricus«
og »Reginaldus« hjá Mathæusi, en eptir þessu hefir
Hárekr ekki verið sonr Eiríks, enda er enginn sona
hans nefndr því nafni í sögum vorum, og það er
eigi heldr líklegt, að Rögnvaldr hafi verið bróðir
Eiríks, því að enginn af sonum Haralds hárfagra
virðist hafa heitið svo, nema Rögnvaldr réttilbeini,
sem Eiríkr brendi inni, og þar sem Ragnarr rykkill
■er stundum kallaðr Rögnvaldr (Agr. V. D. 4. d.;
Esk.) þá sýnist það vera komið af því, að honum
hafi verið blandað saman við Rögnvald réttilbeina
■(sbr. Ágr.). í öllu sliku, sem viðkemr ættartölum
Noregskonunga, er Hkr. betr trúandi en enskum
1) Þessir konungar hata líklega yerið náfrændr Eiríks,
«f til vill niðjar þeirra Hræreks og Guðröðar eða Gunnröðar,
hálfbræðra hans (en albræðra Guthorms, er féll í Elfarkvísl-
um fyrir Sölva klofa. Fms. I. 4—7), sem ætla má að verið
hafi Eiríki fylgisamastir. Ivars natnið bendir til þess, að
■Guthormr sá, er féll með Eiríki, hafi verið venzlaðr hinni
norrænu konungsætt í Dýflinni, sem komin hefir verið frá
Tvari bróður Ólafs hvíta. Sigurðr og Rögnvaldr finnast líka
i þeirri ætt, og er hið siðara mjög algengt nafn hjá herkon-
•ungum fyrir vestan haf. Af sömu ætt mun og hafa verið
'Guðröðr sá, er síðar féll á Spáni (sjá hér á eptir), en það
má lika hugsa sér, að hann hafi verið sonar- eða dóttrsonr
ð
■Gu(nn)röðar Haraldssonar hárfagra.