Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 91
203
Þessar greinar voru í fyrstu teknar saman árið
1889, en síðan kefi eg breytt þeim nokkuð og aukið
sumu við, er mér varð síðar kunnugt. Það hefir
glatt mig að fá að vita, að dr. Björn M. Olsen hefir
komizt að sörnu niðrstöðu og eg um það atriði, að
Egill hafi Jcomið frá Noregi, er hann fann Eirík kon-
ung i Jórvík. Rétt nýlega hefi eg séð rit Bugges
um hin elztu norrænu kvæði B. S. H. o: Bidrag til
den ældste Skaldedigtnings Historie, 1894), og iætr
Bugge þar í ljós nokkurn efa um, að Höfuðlausn
Egils sé ort svo snemma sem sagt er (25. bls.),
enda virðist gægjast fram hjá honum tortrygð á hinu
viðtekna tímabili um daga Haralds hárfagra (112.
bls.). Og með því að það er mikilsvert fyrir oss
Islendinga, að geta stutt tímatal Ara fróða með
vitnisburði útlendra rita, hefir mér þótt vel við eiga,
að láta nú koma fyrir almenningssjónir greinir þessar,
er snerta tímatalið rétt eptir daga Haralds hárfagra,
sem vestræn sagnarit bregða nokkurri birtu yfir.