Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 92
„Fyrir 40 árum“,
Eptir
Þorkel Bjarnason.
I tímariti Bókmenntafjelagsins síðastliðið ár hefir
dannebrogsmaður Olafur Sigurðsson í Asi í Hegra-
nesi skrifað ritgjörð með fyrirsögninni »Fyrir 40 ár-
um«, er sumpart á að sanna að jeg hafi lýst ýmsu
skakkt í ritgjörð minni »Fyrir 40 árum« í tímariti
Bókmenntafjelagsins 1892. Segir hann að jeg lýsi
að eins hinu aumasta kotunga lifi, hafi gjört þjóð-
inni minnkun með þessu og finnur að því, að jeg
skuli ekki hafa sleppt hinu ljótasta án tillits til þess^
hvort jeg hafi sagt satt eða ekki. Sumt í ritgjörð
hans er aptur lýsing á ýmsum háttum manna frá
því fyrir og eptir aldamót og fram að 1850. Er
þessi lýsing höfundarins þörf, enda þarf hann ekki
að vera hræddur um, að hann fái andmæli, þar sem
lýsing hans á flestu er frá þeim tíma, er fáir núlif-
andi menn muna til og hann lýsir háttum manna
að miklu leyti svo, sem að eins hefðu verið til efna-
bændur og heldri menn í Skagafirðinum á þeim tíma,
er hann lýsir. Má geta nærri, að slík lýsing án til-
lits til áreiðanlegleika hennar fellur mönnum betur
í geð, en þegar lýsingin hikar sjer eigi við að segja
jafnt frá ókostum sem kostum timans. Jeg ætlaðh