Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 95
207
gjörð síra Guðlaugs Sveinssonar. Jeg heyrði sagt í.
raínu ungdæmi, að Pjetur prófastur á Víðivöllum
hefði byggt mjög góðan bæ, og að nokkrir heldri
menn hefðu að hans dæmi bætt bæi sína, en hvað
satt er í þessu skal jeg láta ósagt.
Um breidd og lengd búra og eldhúsa kann mjer
eitthvað lítið eitt að hafa skjátlað, því að jeg auð-
vitað mældi ekki húsin, en fór eptir því, er jeg
heyrði talið almenna stærð á þessum húsum hjá íá-
tæku fólki, enda hygg jeg að bæir finnist enn hjer
á landi og þaðjafnvel eigi ailfáir með nærfelt svona
litlum búrum og eldhúsum. Að jeg ekki hafi sagt
ofsögum af Ijósreyknum, ætla jeg að hver geti sjeð,
er gætir þess, hversu mikinn reyk leggur af lýsis-
ljósi, en þá var eigi orðinn siður hjá alþýðu, að
minnsta kosti ekki hjá hinum fátækari mönnum, að
þvo rjáfur baðstofanna. Að súðarlausar baðstofur
leki mjög í aftaka rigningum, á því þarf engan að
furða, enda man jeg vel eptir að svo var og heyrði
menn kvarta ura það. En vel má vera, að maður
jafn ríkra manna og höfundurinn var, hafi aldrei
verið í slíkum húsakynnum eða þekkt þau. Að gler-
gluggarnir hafi verið lófastórir, eins og höfundurinn
lætur mig segja, hefi jeg nú raunar eigi sagt. Jeg
hefi að eins sagt, að rúðurnar í þeim hafi verið
naumast stærri en vænn mannslófi, sem mun koma
nokkurn veginn heim við oktavistarúður höfundar-
ins, sem jeg að vísu aldrei heyrði nefndar. Tók jeg
það fram, að rúðurnar í gluggunum hafi ýmist verið
2 eða 4. Veit jeg að höfundur man eins vel og jeg
hversu gluggar voru ótrúlega litlir á hýbýlum manna
milli 1840 og 1850, og hversu fjarskalega mikill
munur þá og nú var á birtunni inni.