Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 97
209
betri vitund, og ætla jeg þá aðdróttun ekki frekar
svaraverða.
Um lýsingu höfundarins á klæðnaði karla og
kvenna frá byrjun aldarinnar og fram yfir hana
miðja hefi je^ lítið að segja. Lýsing þessi er fróð-
leg, og væri óskandi, að menn hefðu slíkar lýsing-
ar frá fyrri hluta aldarinnar úr fleiri hjeruðum
landsins. Það er harla sennilegt, að búningurinn
hafi verið töluvert frábrugðinn í hinum ýmsu hjeruð-
um. Jeg skal að eins geta þess, að jeg held að það
sje annaðhvort misgáningur eða misminni hjá höf-
undinum, að flibbarnir hafi komið til sögunnar, ef
hann þar meinar í Norðurlandi, um 1840. Jeg man
ekki til, að jeg sæi fiibba brúkaða nyrðra milli 1840'
og 1860 nema einu sinni, en það var við Sjóarborg-
arkirkju vorið 1852, og voru þeir flibbar þá óstífað-
ir. Það getur að vísu vel verið, að heldri menn
nyrðra hafi brúkað flibba fyrir 1860 stöku sinnuim
En jeg þykist mega fullyrða, að alþýða þar hafi ekki
gjört það. En syðra hafa þeir tíðkast með heldri
mönnum löngu fyr.
Þar sem höfundurinn segir, að jeg lýsi stuttbux-
unum skakt, þær hafi verið víðar en ekki þröngvar,
þá getur vel verið, að hann hafl rjett að mæla. Jeg
sá að eins einn mann á stuttbuxum, Pjetur nokk-
urn á Desey í Norðurárdal. Var hann í þeim við
Hvammskirkju sumarið 1860. Voru þær svo þröng-
ar, að þær voru skornar að beini; náðu niður fyrir
sokkabandsstað utan yfir sokkunum, með hnepptri
klauf að utanverðu. Minnir mig að hnapparnir væru
silfurhnappar. Pjetur þessi þótti undarlegur í hátt-
um, og taldi alþýða hann sjervitring. Getur vel
verið, að stuttbuxurnar hans hafi ekki verið eptir
þeim móð, er tíðkaðist á yngri árum hans.
13