Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 98
210
Rjett hefir höfundurinn fyrir sjer á blaðsíðu
210, það sem jeg kalla spæla á kotunum, var fyrir
norðan kallað hlýrar og er sú lýsing hans rjett.
Þá kemur 3. kaflinn um hreinlæti. Finnst mjer
sá kaflinn einna hlutdrægastur gagnvart nútímanum
af allri ritgjörð höfundarins. Sjáist nokkurstaðar
hjá landsmönnum sýnileg framfara merki frá því,
sem var á árunum 1840—50, þá er það í hreinlæt-
inu. En höfundurinn virðist gjöra mjög lítið úr frain-
förum þessum. Aukin sápukaup telur hann sárlitla
eða jafnvel enga áreiðanlega sönnun fyrir þrifnaðar-
bótum. Hlandþvott á höndum og fatnaði ætlarhann
ekki stórum síðri en sápuþvottinn. Kvennfólkið
hafi jafnvel átt að þvo sér optar þá en nú, að minnsta
kosti um höfuðið. Fólkið mundi láta hundana sleikja
askana sína og diskana enn í dag, ef óttinn fyrir
sullaveikinni, sem læknarnir hræða menn með, hefði
eigi knúð almenning til að hætta þessum sið. Smjör-
ið sje nú líkt verkað og þá gjörðist, að undantekn-
um nokkrum bæjum, sem selji vandað smjör til
Reykjavíkur. Og svo sje nú hreinlætinu loks komið,
að margir sjeu nú lúsugri en fólk var fyrrum. Mjer
getur engan veginn komið saman við höfundinn í
þessari skoðun hans á hreinlætinu fyrr og nú. Þó
hreinlæti sje víða nokkuð ábótavant enn, þá finnst
mjer alls ekki mega draga það af þjóðinni, að því
heflr fjarskalega mikið farið fram á siðustu 40—50
árum, að minsta kosti á Suðurlandi, og jeg ætla að
Norðlendingar sjeu alls eigi eptirbátar í þessum
endurbótum fremur en öðru. Jeg held að það sje
ekki rjett að bregða Sunnlendingum um það, að þeir
sjeu hryllilega lúsugir. Það kann auðvitað að vera
ábótavant i þessu efni í einstöku tilfellum, sem bágt
-er við að gjöra, t. d. í veikindum, en það er þá