Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 100
212
sannorðan. Skyldi höfundinum ekki helzt þykja það>
að sögu þessari, sem hann ekki treystir sjer til að
rengja, að hún er talandi vottur gegn hreinlætis og
snirtimennsku-staðhæfingum hans frá þessum tímum.
Að börn hafi gengið berfætt á sumrum og hárið hafi
þá verið klipt af þeim hjá alþýðu, meðan þau voru
ung, svo eigi þyrfti að tefja sig á að kemba þeim
um sláttinn, það sagði móðir min, að títt hefði verið
lijá hinum fátækari almenningi í sínum uppvextir
enda man rúmlega miðaldra fólk á Suðurlandi vel
eptir slíku. Hvort Reykjavikurskólarnir sjeu ein
aðal undirrót þrifnaðarframfaranna, sem höfundur-
inn virðist fremur bera brigður á, um það skal jeg
eigi mjög þrátta. Mín sannfæring er hin sama og
áður, að þrifnaðarframfarirnar á landinu eigi rót sína
að rekja til embættismannanna, og annara þeirra
karla og kvenna, sem hafa lært hreinlæti í Rej'kja-
vik; og vel má hafa hreinlæti þó maður sje fátæk-
ur og vanti Reykjavíkurhúsakynni. Skal jeg þessu
til sönnunar geta þess, að þegar jeg um sumarið
1889 ferðaðist með dr. Schierbeck landveg frá Reykja-
vik og austur á Seyðisfjörð, dáðist hann hvergi jafn-
mikið að hreinlæti — þó honum þætti það víðast
hvar gott, þar sem hann kom eða gisti — eins"og
hjá ungum prestshjónum að Sandfelli í Öræfumi^og
að öllum líkum fátækum. En prestshjón þessi eru
þau sjera Olafur Magnússon og kona hans Lydía
Knudsen og eru þau bæði alin upp í Reykjavík.
Við 4. kaflann hjá höf., »Matarhæfið«, skal jeg
leyfa mjer að gjöra nokkrar athugasemdir.
Það gengur yfir höf. að jeg skuli hafa talið
daglegt morgunkaffi tíðkanlegt fyrir 1850. Segist
hann ekki vita til, að svo hafi verið fyrr en um
1860. Jeg verð að segja hið sama, að mjer þykir