Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Síða 103
215
annars nokkurn tima verið til, og fundið upp flaut-
irnar — hlýtur því að hafa verið uppi fyrir 700 ár-
um að minnsta kosti, og að líkindum langtum fyr.
Á bls. 224 saknar höf. þess, að jeg hafi eig
getið um neinar góðgjörðir við gesti fyrrum. Að'
geta þeirra fannst mjer óþarft, með því að á þeim
hefur eigi breyting orðið, svo orð sje á gjörandi. Um
1850 var það mjög farið að tíðkast, að gefa gestunn
kaffi, auðvitað var þeim opt gefinn matur eins og
enn í dag, og sjálfsagt jafnan, er verið var nætur-
sakir. Gestrisnin var hin sama þá og nú á tímum.
Helzta breytingin er sú, að gestum, einkum heldr
gestunum, er núvenjulega gefið sætt kaffiogmargs
konar kökur með, sem almenningur er farinn að
læra að búa til, en sumt af kökum þessum er keypt
hjá kaupmönnum eða í brauðgjörðarhúsum, þar sem
þau eru til. Þá er sú breyting önnur, að nokkrir
eru farnir að selja gestum greiða, einkum þeir, er í
þjóðbraut búa; en eigi man jeg, að það tíðkaðist í
mínu ungdæmi, að greiði væri seldur.
Um 5. kaflann hjá höf. hefi jeg eigi margt að-
segja. Honum finnst jeg hafa hermt skakkt frá
því, að búnaðarhættirnir hafi þá verið, eins og um
langan aldur hafði tiðkast, nefnilega að hirða það
af jörðinni, er hun leiðir fram sjálfkrafa. Hjer verður
höf. það eins og optar, að tilgreina orð mín nokkuð
á annan veg en þau eru. Hann getur um iúna-
sljettur hjá föður sinum Sigurði Pjeturssyni í Ási,
og jarðabætur þeirra Þorbergs á Dúki, Magnúsar á
Páfastöðum og Gunnars á Skíðastöðum. Jeg heyrði
nú aldrei getið um túnasljettur Sigurðar heitins f
Ási, en veit að höf. segir rjett frá þeim. Sigurður
hefur án efa verið fyrirmynd í því eins og svo
mörgu öðru þarflegu. Eigi heyrði jeg heldur getið