Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Qupperneq 104
216
um túnasljettur þeirra Magnúsar og Þorbergs eða
Gunnars. En það bæði heyrði jeg og sá sjálfur, að
þeir ljetu hlaða túngarða. En mjög þykir mjer
vafasamt, hvort túngarðahleðsla þeirra hafi verið
Ikomin svo langt um miðja öldina, sem höf. gjörir
orð á, en mjer er nær að halda, að um það leyti
hafi kveðið fremur lítið að henni. Jeg held, að höf.
hljóti að kannast við það, að fyrir miðja öldina hafi
Þúnaði manna almennt í Skagafirði og sjálfsagt
víðar á landinu verið svo háttað — enda er viða svo
enn — að eigi hafi verið um verulega jarðyrkju eða
aðra jarðrækt að tala, en hinn forna vallaráburð og
túnaávinnslu, og að menn hafi svo að eins hirt það
af jörðinni, sem hún framleiddi af sjáltri sjer. Litlar
jarðabóta tilraunir fáeinna framúrskarandi manna,
eru að minni ætlun engin algild regla.
Eitthvert misminni hlýtur það að vera hjá höf.,
að nokkur stúlka hafi prjónað peisubol á dag eins
og hann segir á bls. 228, nema svo sje, að það hafi
verið barnspeisubolur. Hinir allra fljótustu karlar
og konur — þá prjónuðu margir karlmenn eins og
kvennmenn — prjónuðu duggarapeisubolinn samau
tveir á dag, og var orð á þeim gjört fyrir flýtir, er
það gátu. Fljótastan prjónakvennmann heyrði jeg
nefndan í ungdæmi mínu Guðrúnu Þorvaldsdóttur.
Ætla jeg hún hafi verið — þó jeg muni það ekki
fyrir víst — systir Þorvaldar »stutta« og bræðra
hans, er allir voru kunnir í Skagafirði í ungdæmi
minu. Vissi jeg til, að Guðrún þessi prjónaði á móti
karlmanni peisubol á dag, og það jafnvel dag eptir
dag, og þóktust þau fullhert, enda var það talið
atkvæða verk. Um hespugarnsspuna og tóskap á
pakkaeinskeptu heyrði jeg getið á uppvnxtarárum