Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Síða 105
217
■naínum, en hvorttveggja var lagt niður löngu fyrir
mitt minni, eins og höf. segir.
Svo má vera, að rjett hefði verið að geta um
vefnaðaraðferð almennings um miðja öldina, en mjer
fannst svo sárlítil breyting hafa orðið á henni frá
1850—1890 að því léiti sem jeg þekti til, að naum-
ast tæki að geta þess, en lofsvert er það af höf.
að geta þeirra breytinga, er hann þekkir.
Rjett mun höt. hafa fyrir sjer í 7. kafíanum, er
liljóðar um menntun þeirra tima, að jeg nefni of
fáar bækur, er lesnar voru með alþýðu. Af bókum
þeim, er hann telur, kannast eg við aðjlesið var:
'Gaman og alvara, Vinagleði, Arbækur Espólíns,
Landafræði Oddssens og Agrip af maunkynssögu
Páls Melsteðs. Auk þess vissi jeg mikið lesnar:
Nýársgjöfina eptir Jóhann Halldórsson og Kvöldvök-
urnar, og voru báðar þær bækur mjög góðar barna-
bækur. Er, ef til vill, sagan af »Skrímslinu góða«
ein hin bezta barnasaga, er birst hefur á íslenzku.
Þá vissi jeg og talsvert lesna söguna af Gustav
Landkrone, þó hún væri gömul orðin. Hygg jeg
það mála sannast, að óvíða hjer á landi — ef nokk-
urstaðar — hafi vórið meira andlegt líf, meiri fróð-
leikslöngun og lestrarfýsn en var í Skagafirðí um
miðja þessa öld og fyrir þann tíma. Þeir Jón Espó-
lín (f 1836) sýslumaður á Frostastöðum, sjera Pjetur
á Víðivöllum (f 1842) og Jón prófastur Konráðsson
á Mælifelli (f 1852) Voru allir lærdómsmenn og
menntavinir, og breiddu út frá sjer þekkingu og
fróðleikslöngun. Voru gáfaðir menn og fróðleiks-
gjarnir vinir þeirra og menntuðust af þeim, svo sem
Gísli Konráðsson, og áttu jafnan athvarf hjá þeim,
ef þeir voru fátækir. Heyrði jeg sagt um Gísla, að
•hann hefði opt, verið tímum saman hjá mönnum