Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 109
221
inn gjörir. Skildi móðir mín heitin þessi ummælh
hans um kölska svo, að hann eigi meira en svo
hefði trúað því að hann væri til. Frá þessari sögu.
sagði jeg því til að sýna, að jafnvel íyrir miðja
þessa öld hefðu þeir menn verið til hjer á landi, er
eigi hefðu verið sem sterktrúaðastir á það, að
kölski væri annað eins skaðræði eins og honum er
lýst. Skal jeg nú leyfa mjer að segja aðra sögu
þessu viðvikjandi, þó hún verði ef til vill kölluð
skáldsaga, og getur vel verið að svo sje.
Fyrir og eptir miðja þessa öld var maður uppi
i Skagaflrði, Hallgrímur Jónsson kallaður »læknir«.
Hann var maður gáfaður og skáldmæltur allvel;
orkti hann rímur og margt fleira. Læknir þótti
hann heppinn og var margt vel um hann. Nokkuð
var hann gefinn fyrir ölföng, eins og mörgum var
þá títt, einkum ef þeir voru opt í ferðalögum.
Einhverju sinni, þá er menn vildu fá hann i.
bindindi, kvað hann þetta:
»Eg þó verði eins og svín
utan neitt jeg skriíi,
tóbak bæði og brennivín
brúka jeg meðan lifi«.
Haligrímur heitinn var hingað og þangað í Skaga-
firðinum vestan vatna, eptir að jeg man til. Ein-
hverju sinni á þeim árum, er Halldór heitinn Jóns-
son var prestur í Glaumbæ frá 1840—1848, fór
Hallgrímur með bónda einum úr sóknum sjera Hall-
dórs í kaupstað. Bóndi þessi átti konu, er Ingi-
björg hjet. Á kaupstaðarferð þessari hafa þeir Hall-
grímur að öllum líkum fengið sjer vei í staupi, og
Hallgrímur þá betur opnað hjarta sitt en ella. Þá
er bóndi kom heim, fjekk Ingibjörg áhyggjur nokkr-
ar, og fór svo að lokum, að hún sendi eptir sjera.