Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Síða 110
222
Halldóri og bað hann að finna sig; og er hann koni,
og hún hafði veitt honum einn þann besta beina, er
þá var títt — en það var sætt kaffi og lummur —
spurði hún hann að, hvort það mundi satt vera, er
Hallgrímur »læknir« hefði sagt manninum sínum í
síðustu kaupstaðarferðinni, að kölski væri ekki til.
Er sagt að sjera Halldór hafi þá sagt henni, að í
þessu efni yrðu menn að halla sjer til ritningarinn-
ar og trúa hennar orðum.
Eigi ber höf. á móti því, að menn hafi sett
kross á sölusmjör. En eigi vill hann kannast við,
að það hafi verið gjört i þeim tilgangi, að sýna að
smjörið væri eigi »tilberasmjör«. Jeg skal nú eng-
um getum að því leiða, í hverjum tilgangi krossinn
var settur á s.mjörið. Jeg hefi sagt frá eins og jeg
heyrði, að hann ætti að sýna að smjörið væri eigi
tilberasmjör. En ekki get jeg samsint því, sem höf.
segir, að smjörkrossinn hafi verið vitni móti hjá-
trúnni. Þó menn væru vissir um að smjör það, er
krossinn var á og kaupum gekk og sölum, væri rjett
smjör, gátu menn þó ætlað að smjörið, er eytt var á
heimilunum óaðfengið og aldrei hafði krossað verið,
væri komið frá tilberanum. En auðvitað væri eng-
inn svo vitlaus að láta það ganga manna á milli.
Þessi krossa siður er nú horfinn. Smjör og hurðir
er nú krosslaust, að minnsta kosti víðast hvar.
Skyldi þetta eigi vera vottur þess, að trúin á til-
bera og vondar vættir er einnig að mestu leyti
horfin?
Höf. vill láta hjátrúna hafa minnkað frá alda-
mótum og fram að 1850, liklega mest í uppvexti
hans, en síðan 1850 finnst honum hún ekki hafa
minnkað verulega. Væri það þekkingarleysið, sem
eyddi hjátrú og hindurvitnum, væri þessi staðhæf-