Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 111
223
ing höf. rjett. En jeg ætla að hið gagnstæða eigi
sjer stað. Þekkiijg almennings var mikið minni á
fyrri hluta aldarinnar, en síðan hefur verið, og því
æinnig hjátrúin meiri þá.
I 9. kafl. um skemmtanirnar ber höf. og mjer
■eigi alllítið á milli, um ýmislegt það, er að vínnautn
lítur. Honum finnst jeg hafa gjört býsna mikið —
sjálfsagt of mikið — úr drykkjuslarki karlmann-
anna. Jeg veit, að margir menn, sem á mínum
aldri eru, muna vel, hvernig í þessu efni gekk til í
rjettum frá 1840—1860, og get jeg ekki annað skil-
ið, en að þeir sjeu samdóma lýsingu minni, hafi
þeir á annað borð tekið nokkuð eptir þessu. Ekki
voru það heldur ætíð brennivínsberserkirnir, er höf.
kallar svo, er gjörðu hávaðann og óróann í rjettun-
um, eins og höf. segir. Varla munu þeir allir dán-
ir, er horfðu á það i rjettum fyrir norðan, — jeg
man ekki hvenær það var á árunum milli 1850 og
1860 — að hreppstjórinn flaugst á við Jón nokkurn
Skúlason. En er rjettarmenn voru búnir að hjálpa
hreppstjóranum, og koma honum upp á rjettarvegg-
inn, gekk hann þar fram og aptur mjög vígalegur
og kvað með drynjandi rómi:
»Jeg hræðist engan hjðrvagrjer
heims í neinum lðndum,
meðan jeg góða brandinn ber
bitran mjer í hðndum<.
Mun varia líklegt, að hreppstjóri þessi, er svona
4)ar sig að, hafi verið algáður.
Þá segist höf. svo frá, sem jeg hafi án undan-
tekningar lýst unga kvennfólkinu í Skagafirðinum
fyrir 40 árum svo, sem það hafl setið um unga
karlmenn ogteigtþáút fyrir rjettina, til að gefa þeim
brennivín. Eins og allir sjá, sem lesa ritgjörð mína,