Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Qupperneq 115
227
sern breyting hefur orðið á þeim siðan um miðja,
öldina.
Víðast voru þá látúnsslegnu söðlarnir, sem höf.
getur um, lagðir niður og sömuleiðis söðulþófarnir;
þó sá jeg nokkrum sinnum söðla þessa. Flestirþeir
söðlar, er jeg man eptir, voru vaðmálsklæddir, með
vaðmáls löfum; en sveif og bríkur látúnsbrydd á
brúnum. Látúnsskildir voru og á söðlum þessum,
annar á fremri bríkinni með fangamarki kvenn-
mannsins, er söðulinn átti, en hinn á aftari bríkinni
með ártalinu, er söðullinn var gjörður. En eigi var
aldri mínum langt farið, er jeg man eptir því, að
jeg fór að sjá alskinnaða söðla. Einstöku heldri
kvennmenn, einkum kaupstaðarkvennfólk, riðu í svo
kölluðum «enskum söðlum* meðtveimur háum klökk-
nm að framan, en engrí sveif nje brík að aptan, og
munu þeir söðlar ætíð hafa verið útlendir.
Islensku söðlarnir voru um miðja öldina miklu
dýpri en þeir tíðkuðust seinna, og söðulsveifln þá
miklu breiðari. En eptir 1860 var farið að grynna
þá og mjókka sveifina mjög. Að mestu leyti voru
beisli þau og reiðar lagðir niður, og sá hinn
mikli koparbúningur á þeim horflnn, er höf. getur
um á bls. 243, þá er komið var fram um miðjaöld-
ina. Þó sá jeg að vísu hvorutveggja stöku sinnum.
Fyrir og um miðja öldina voru tekin upp höfuðleð-
ur og reiðar svipuð því, er nú tíðkast. En optvoru
þá taumarnir stangaðir, annaðhvort úr selskinni eða
islenzku leðri. Minnir mig að það væri kallaður
«starkongur» á taumunum, þar sem endarnir á þeim
voru settir saman.
Varla get jeg sagt, að jeg muni eptir bryggju-
bnökkunum eða yfirklæðunum fóðruðu, sem höf. get-
ur um. Mjer er aðeins í barnsminni, að hafa sjeö