Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 116
228
þetta. Hnakkar, líkir því er nú tíðkast, voru víst
orðnir töluvert alraennir um miðja öldina, en ekki
inan jeg eptir, að þá væru þófar fyrir aptan hnakk-
ana, til að hafa töskur ofan á, eins og nú er alsiða.
En stöku hnakkar voru með spöðum aptur úr, er
lágu undir því, er reitt var fyrir aptan. Voru þeir
kallaðir spaðahnakkar. Margir höfðu þó þverbaks-
poka fyrir aptan sig, röndótta úr islenzku vaðmáli,
og var opið á miðjunni. Þá höfðu menn og eins
konar selskinnstöskur. Var skinnið órakað og hár-
ið látið snúa út. Voru kringlóttir trjebotnar
sinn í hvorum enda töskunnar. Urðu töskurnar við
það sívalar. Voru slíkar töskur kallaðar «skinnsál-
ir». Bæði á þverpokunum og skinnsálunum voru
opt látúnshringar báðum megin við opin og þausvo
reimuð saman. Þá man jeg og eptir því, að það
tíðkaðist töluvert fyrir norðan um og eptir miðja
öldina, að hafasvört og vel loðin gæruskinn yfir hnökk-
unum. Voru þá og venjulega hafðar yfirgjarðir þær
er höf. lýsir, til að halda skinnunum föstum. Eu
ekki tíðkuðust þá stangaðar yfirdýnur á hnökkum,
eins og seinna heíir orðið altítt. Heyrði jeg sagt
að prestur einn aldraður, er þótti hnakkurinn sinu
harður að sitja í, hefði fyrstur byrjað á þvi, að
hafa loðið gæruskinn yfir honum og síðan aðrir tek-
ið það eptir honum sem fallegan sið.
Hýðingar barna á föstudaginn langa segist höf.
að visu hafa heyrt nefndar, »en aldrei hafi þær verið
tíðkaðar, nema af hinu lakasta og fáfróðasta fólki
eins og nærri má geta». Hjer hygg jeg að höf.
skilji eigi feril sögunnar rjett. Allt það eða flest
það, er seinni timarnir kalla óvenjur, hefir einhvern
tíma verið mikilsverð venja, og heldra fólkið geng-
ið þar á undan að fýlgja henni og tigna hana. En