Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 118
Um íiý-ísleiizka bragfræði.
Eptir
Jóhannes L. L. Jóliannsson.
Orðið bragfrœði er nýlega myndað, eg veit ekki
af hverjum, en það nær ágætlega merkingunni, því
það táknar þá visindagrein, er skýrir frá reglum
þeim, er málið verður að fylgja til þess að bragur
eða ljóð myndist. Hún er því einn þáttur af mál-
fræðinni.
Óðfrœði (poetik), sem lika er nýtt orð, táknar
aptur á móti þau vísindi, er sýna listarlögmál það,
er skáldskapurinn (hvort sem hann er í ljóðum eða
lesmáli) á að fara eptir; hún er því ein grein fagur-
fræðinnar. Um bragfræði íslenzkunnar nú ádögum
hefir fremur fátt verið ritað fólki til leiðbeiningar.
Ið helzta þess efnis, eru nokkrar blaðsíður eptirDr.
Finn Jónsson, aptast í bók hans, er heitir: »Stutt
isienzk bragfrœði« (útg. 1892). £n bæklingur þessi
er mestmegnis um forn-íslenzka bragfræði og er á-
gætt fræðslurit í þeirri grein; um bragfræði nýja
málsins er aptur miklu minna og ýmislegt af því sem
þar er sagt ónákvæmt og miður rjett. Sökum þess
að svo lítið hefir verið ritað um bragfræði tungu
■vorrar, og sumt af því þarf umbóta við, vil jeg setja