Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 119
231
'Tiér fram skoðanir mínar á málefninu, því til fyllri
skýringar.
I. Um þungar og Jéttar samstöfur.
Eg tek það fram þegar hér í byrjun, að eg
felli mig eigi við orðið áherzla (accent), þegar verið
er að tala um mismun á tóneðli samstafnanna; orð-
áð hreimur, sem Jón rektor Þorkelsson heflr brúkað,
ú miklu betur við. I latnesku er öll bragfræðin mið-
uð við hljóðlengd, og þar eru því samstöfurnar
mœliar eptir tóndvöl, in langa táknuð með —, en in
stutta með \y, og þannig er það í mörgum forntung-
um; en nú víst í flestum nýrri málum eru samstöf-
'urnar eiginlega vegnar eptir tónstyrTc, svo að strykið
■(—) táknar þunga samstöfu, en boginn (\J) létta,
séu þessi merki annars notuð, sem vel má, ef þess
er að eins gætt, að þau þýða nú allt annað en í
forni bragfræðinni. I orðinu söðull er t. d. fyrri
samstafan þung, en in síðari létt og merkist það
svo: (— \y). En mismunurinn á þungum og léttum
samstöfum kemur eigi fram við það, að hreimur
stofrsamstöfunnar sé aukinn með áherzlu, því hún
helzt í höfuðhreim eða háhreim sínum óbreyttum, og
munirinn skapast svo við það, að endingar sam-
stöfunnar falla f breim eða ganga niður fyrir þann
grundvallarhreim (haupttón), er ræður í málsgrein-
inni (en eigi að hinar gangi upp fyrir hann). Það er
í allt annari þýðingu, að áherzla og áherzluleysi er
til í nálinu, t. d. þegar eitthvert orð stendur í sam-
bandi við annað orð fyrir utan málsgreinina, þá fær
það áherzlu, eða þegar sýna skal eitthvert gagn-
stæði eða hrekja efa o. s. frv. og við þetta geta orð,
sem aanars eru létt, svo sem fyrirsetningarnar og
tengillinn (copula) er fengið mikinn þunga og jafnvel