Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Síða 120
232
farið upp yfir höfuðhreim málsgreinarinnar, og verða
þá, ef vill, höfð sem þungar. samstöfur i kveðskap.
T. a. m. það sem feðurnir reistu, það ríf'a niðjarnir.—
Jóu vill fara frá þér, en vera hjá mér. — Hesturinn
er grár, hvað sem þú segir« o. s. frv. Þessar breyt-
ingargeta verið margvíslegar ogsnerta mest mælsku-
fræðina. I öllum hinum gotnesku málum er stofn-
hreimur á orðunum. Hreimlögmálið í þýzku, dönsku,
og íslenzku er því í meginatriðunum ið sama oglý'S-
ir sér með því, að stofnsamstafan er jafnan þang.
I íslenzkunni er þannig höfuðhreimur á stofnsam-
stöfu orðsins, hVernig sem það beygist, en endingar
allar léttari. Þetta er ólíkt því, sem er t. d. í grfeku,.
sem líka hefir orðhreim (nefndan accent), en llann.
færist til eptir beygingunni. En þótt mestur hreim-
þungi sé í voru máli á stofnsamstöfunni (vanalega
tyrsta atkvæðinu), þá er það eigi rétt hjá Dr.Finni,
að allar eða flestar afleiðsluendingar séu áherzlu-
lausar (o: hreimléttar), og t. a. m. endingin -legur
geti því eigi myndað rím eða hending á móti drtgur.
Hluturinn er að endingar eins og -legur, -ugur, -ing-
ur, -ungur, -ill, -inn, -all, -ull, -ann, -unn, -sJccpur,
-dómur, -uður, -leiki o. s. frv. og síðari hluti sam-
skeyttra orða, eru hvorki þungar né léttar, heldur
reikular (schwankend). Fari t. d. þung samstafa
næst á undan þeim verða þær léttar, svo að glcðleg,
auðug, lending, vaðall, svikull, skáldskap, mánuð, tann-
ieik, þinghús, handbók, verða hvert um sig þaanig:.
(—w), ávallt þegar ekkert fer á eptir þeim og líka,
þegar létt samstafa kemur á eptir, t. a. m. glaðlega,.
þinghúsum, er verður: (-w), og þó er eias og
þessar samstöfur léttist enn betur, fari þung sam-
stafa næst á eptir þeim, svo sem i glaðleg kona,
þinghús bt/ggja, er ágætlega verður hvort um sig::