Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 125
237
framarlega sem samstöfurnar á undan og eptir eru
léttar og gjöra hana á þann hátt þunga.
Nú eru opt tvær léttar beygingarsamstöfur í
enda orða, og þegar eigi er um fleiri að ræða, valda
þær engum erfiðleik í framburðinum. Það er því
spurning um, hvort síðari samstafan, þegar að eins
um tvær léttar er að tala, geti eða megi verða svo
þung, að hún myndi hending, því inn í vísuorðinu
gerir minna til, þótt hún gildi fyrir þunga, ef vel
stendur á í kring. En hér er þess að gæta, að þótt
íslenzkan þoli tvær léttar samstöfur saman, þá mun
frumlögmál fallandans í henni vera, að einungis ein
þung og ein létt samstafa skiptist á; tungan vill því
helzt eigi nema eina létta samstöfu í hverjum stað.
Af þessu munu koma inar ótalmörgu úrfellingar
raddhljóða í afleiðsluendingum, sem gjörir það að
orðið dregst saman, þegar ný samstafa bætist við
það, t. d. auðgir fyrir auðugir, lylcli fyrir lyTcili,
sumrum fyrir sumurum o. s. frv., en að það er fyrri
samstafan, sem úr er fellt, sýnir, að hún er enn
léttari en in síðari. Af þessu mun það einnig koma
að endingar þríkvæðra orða, á eptir hreimléttri sam-
stöfu, fá lítilfjörlegan hreimþunga t. a. m. vefarar,
söfnuður verður nærri því (—w—j. Þegar eigi er
unnt, að fella úr orðinu, hefir málið þetta ráð, tii
að fylgja eðlislögum sínum. En að brúka þessar
samstöfur í ljóðum fyrir hreimþungar samstöfur tii
að gjöra hendingar, er að eins skáldaleyfi, sem efa-
laust ber sem minnst að nota. Dæmiþess, að slíkar
samstöfur eru hafðar í endarími, finnast á nokkrum
^stöðum:
Ingólfí/r
Arnarówr
M. J.