Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 126
238
Nýir árstraumar náðar hans,
Nývetni dýrðar skaparaw*.
Svb. E.
Lifðu sæl við glaum og glys,
gangi þér allt í haginn;
í öngum mínum erlendw
yrki eg stytzta daginn.
J. H.
Lofið herrann himinsala,
hans ei miskunn þrotin var
skýrt á vorum tungum tala
til vor aptur postular
Helgi Hálfdánarson.
Að luktum dyrum kom lausnarmm
til lærisveinanna forðum
og bar þeim miskunnar boðskap sinn
V. B.
Allt þetta sýnir, að hljóðfrelsi mikið er i máli
voru; það sem verst fer á og mest særir eyrað, er
að láta þungar samstöfur standa, þar sem léttar
eiga að vera, því þá verður að hlaupa á þeim, en
leggja allan styrkinn á hinar, er léttar eru, og er
slíkt alrangt. Þetta kemur þó of opt fyrir, jafnvel
að fyrsta samstafa í orði sé látin vera létt og sú
sem kemur næst á eptir henni þung, sem er á móti,
öllu málseðli. En skáldin sum hafa eigi gætt þessa.
Hitt gerir minna til, þótt hreimlítil samstafasé stund-
um höfð hreimmikil, þegar vel létt samstafa fer
næst á undan henni.
Þess var getið hér að framan, að málið hindri
að þrjár léttar samstöfur komi fyrir, með því að
gefa þeirri í miðið nokkurn þunga. En á sama hátt
hindrar það lika, að tvær eða fleiri [þungar sam-
stöfur reki sig hvor á aðra, með því að gefa einni