Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 127
239
nokkurn léttleik. Þetta á sér stað þegar t. d. þrjú
orð, sem öll i eðli sínu hafa höfuðhreim, standa sam-
an; þvi þá fær miðorðið jafnan lághreim (áherzlu-
leysi, er sumir kalla), svo að slikar setningar verða
hafðar í ljóðum. Dæmi: »Jón ber lamb« verður í,
hljóðfalli: (—^—), en fari léttar samstöfur á undan
og eptir slíkum orðum, fá þau þupga sinn aptur,
t. a. m.: »Þórður fór með hest«, sem þá verður:
(—w—w—). I fyrra dærninu er »ber« létt, en í
inu síðara er »fór« alþung samstafa, því fallanda-
gildið er rnjög komið undir stöðunni. Þá eru fyrir-
setningarorðogsamtengingarorð að vísu allétt atkvæði,
en sum af þessum orðum eru samt tvíkvæð, og er
þá fyrri samstafan nokKuð þyngri en in síðari, en
samt eigi beinlínis þung, slíkar samstöfur eru »reik-
ular«, og 'gildi þeirra fer eptir sambandinu við önn-
ur orð. Dæmi: Hann fór undir borðið er: (v_/—w
—w), en aptur: »hann lagðist undir borðið« er:
0—'——^). A saraa hátt má segja: »Bjarni
fer eða Jcemur«, er verður: (——^), en
aptur: »Bjarni kemur eða fer« verður: (—'—w—
—). Fyrri partur þessara orða er því þungur
eða léttur eptir því hvort hreimlétt eða hreimþung
samstafa er á undan, en síðari hlutinn er beinlínis
léttur.
II. Um bragliðina.
Mismunur á hreim samstafnanna gjörir falland-
ann (rhythmus) í málinu, og kemur hann fram í
hverju orði, sem er meira en eitt atkvæði. Þegar
nú mörg orð eru sett þannig, að þessi tilbreyting á
léttum og þungum samstöfum kemur fram á vixl,
eptir fastri reglu, þá myndast vísuorð. Fallanda-
liðir islenzkra orða eru aðeinstveir: »réttur tvíliður