Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 130
2J2
það er þetta eptir Jónas úr kvæðinu »Vesturförin«:
Að | utan og | sunnan og | austan eg | spyr
að | á séu | vestrinu | stóreflis | dyr
og j eins langt og | mannsauga | út um þær | sér
sé | ekkert af | neinu’ og í | hurðinni | gler.
Léttu orðin, erhérstanda fremst i linunni, heyra
fyllilega með í visuorðinu. Finnur skiptir sjálfur
fornaldar-vísuorðum, er hafa B-myndina í bragliði
þannig, að hver þeirra byrjar á léttri en endar á
þungri samstöfu t. d.
»of fylk | i brann« (X— I X-t-)
»sás öll | u ræðr«. (X— | X—)
Og er þessi skipting öldungis eptir eðli málsins; ent
fyrst rétt er að skipta svo braðliðum í fornmálinu,
þá er það engu síður rétt í nýja málinu. Það er
því undarlegt hjá honum að vilja eigi viðurkenna
forskeytissamstöfurnar sem eiginlega tilheyrandi vísu-
orðunum.
Að vísu réð í íornöld bæði hljóðlengd og hljóð-
þyngd í íslenzkum kveðskap, þar sem nú er að eins
um hið siðara að tala, en slíkt gjörir í þessu efni
ekkert til. Eg skipti því vísuorðum i bragliði
þannig:
Eg hræð | ist koss | þinn hrund | in ung | a
og sömuleiðis:
O, þú Ijós | heima lif | sem ert lukk | a og kif.
Og segi svo »öfugur tvi- eða þri-liðaháttur«, f
staðinn tyrir *tvf- og þri-liðir með forskeytissamstöf-
um«, enda er hugmyndin um þetta snið bragliðanna
orðin innlend i íslenzkum skáldskap og bókum, svo
henni verður varla útrýmt. Þau orð, sem tákna
þetta form eru líka handhægri og geta engan vilt^
þar eð þau hafa opt áður verið höfð.
Sumum kann að sýnast það undarlegt að brag-