Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 131
243
liðir i islenzku bæði að fornu og nýju skuli iðulega
byrja rneð léftri samstöfu þar sem orðin í málinu
þó eru »trokæisk« og »daktylsk« þegar þau standa
sérstök. En fallandi íslenzkrar ræðu mun vera fullt
svo mikið »jambiskur» sem »trokæiskur«, setn kem-
«r af því, að nafnorðin standa sjaldan sérstök held-
«r með fyrirsetningum á undan sér, lýsingarorðin
með greininum og sagnorðin nálega ávallt með for-
nöfnum fyrir framan, svo að á undan þunga orðinu
verður opt létt orð. Málsgreinar í íslenzku geta
því stundum haft »jambiskan« og »anapæstiskan«
fallanda, og þá náttúrlega kvæðin einnig.
Það heyrir að vísu eigi til 1 ritgjörð, sem þess-
ari að tala um frágang á kvæðum einstakra manna,
en samt vil eg gjöra það við kvæði Gísla Brynjólfs-
sonar: »Hvert er | farin hin | fagra og | blída« sökum
þess að dr. Finnur tekur það sem dæmi upp k
kvæði, sem ort séu »í þrfliðum með tveimur for-
skeytissamstöfum* og talar þar af leiðandi um vill-
ur í þvi, en þetta er eigi rétt og getur vilt ýmsa.
Kvæðið er alls eigi ort í »öfugum þríliðum*, heldur
er það einmitt með samsettum bragliðum (trokæum
og daktylum). Fyrsti liðurinn í hverju vísuorði er
réttur tviliður en hinir réttir þríliðir. Slík samsetn-
ing á tvennskonar bragliðum er algeng í nýrri
tíma kvæðum, til dæmisi »Munarmálum« eptir Svb.
Egilsson:
Þú | mærust | meyja á | móður | storð
eg | mun fram | segja þau | hjartans | orð
þau | fólust | lengi í | fylsnum | þar
og | fyrða | engi á | vörum | bar.
Verður þá niðurskipan orðanna, þegar þessa er gætt,.
alveg rétt hjá Gfsla og höfuðstafur og stuðlar rétt
settir. Enda hefir hann sýnt með kvæðinu: »Sú
15*