Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 134
24(5
ginni, og mörgu viðurheitum (synonyma) á hlut-
unum.
Eg get heldur eigi verið höfundi Bragfræðinnar
samþykkur í því, að stuðlasetning sé óbrotin ein-
ungis þegar vísuorðið er sexkvætt, sökum þess að
það er alls eigi komið undir því við hljóðstafssetn-
ing, hversu mörg atkvæði eru í vísuorðinu, heldur
hinu, hversu mörg þung atkvæði eru í því. Enda er
heldur eigi rétt að segja að varla komi fleiri en 10
samstöfur fyrir í vísuorði, því þær geta verið 11
eða 12, og jafnvel 13 eða 14. hað er því eigi bund-
ið við það, við stuðlasetning, hversu margkvætt
visuorðið er, heldur hitt, hversu margliðað það er
(c: hefir marga bragliði). Þess vegna er það vill-
andi að segja: »/ áttkvœðum vfsuorðum geta stuðlar
eigi staðið í fvrstu og síðustu áherzlu samstöfu og
eigi heldur i fyrstu og þriðju (á vfst að vera ann-
ari c: áherzlu samstöfu)«. I stað þess er greinilegra
að segja: »1 fjórUðuðum vísuorðum geta stuðlar
eigi staðið í fyrstu og- fjórðu af' þungu samstöfunum
og eigi heldur í fyrstu og annari«. Þetta er auð-
skilið á því, að lögmál stuðlasetningarinnar er ið
sama, hvort vísuorðið er áttkvætt eða t. d. tólfkva^tt,
séu bragliðirnir að eins jafnmargir (t. a. m. fjórir).
Stuðlar standa því á sama hátt í »daktýlskum« sem
»trokæiskum« vísuorðum, ef bragliðir eru jafnmargir
i báðum, en auðvitað verða liðlilutarnir (o: atkvæð-
in) flciri í inum fyir nefndu en þeim síðar töldu,
svo samstöfufjöldinn verður ólíktir. i>annig er í
visuoiðinu:
Skal at j halur | hræðast | dauða
sem er áttkvætt, stuðlar settir á sama hátt sem í
þessu:
Kongsþrælar | Isienzkir | aldregi | vóru