Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 137
219
standa í 1. og 3. eða þá 2. og 3. bragliðaum. Til
dæmis má taka:
Dvinar | fjör því | dauðans | grimmur | andi
tlrápgjarn | veifar | hvössum | brandi
o g
Nú and | ar suðr | ið sæl j a vind | um þýðum
á sjón | um all | ar bár j ur smá | ar rísa
Eg hefi rannsakað allmörg kvæði og jafnan fundið
að tveir bragliðir (en auðvitað aldrei fleiri), geta ver-
ið á milli höfuðstafs og stuðuls, standi hann eigi í
samstöfu með veikum háhreim. Eg hygg því, að í
fjórliðaða vísuorðinu, sem talað er um að framan,
svo sem þessu alkunna:
Fanna | skautar | faldi j háum
fjallið | allra j hæða | val
sé orsökin, til þess að stuðlar þar eigi geta staðið í
1. og 2. braglið einmitt sú, að stuðullinn síðari kæmi
þá til að standa í samstöfu með veikum háhreim,
eins og ef sagt væri:
Fanna faldi skautar háum
fjallið o. d. frv.,
sem er óhæfilegt; en hitt mun eigi vera orsökin að
hann standi oflarigt frá höfuðstafnum, væri stuðul-
samstafan sterk, því standi öðruvísi á, getur eins
langt verið á milli og farið vel, svo sem mörg kvæði
sýna. Því til skýringar eru þessi dæmi.
Eilífð | blá í | enda|lausum | geimi
uugum | svalar | guða j heimi.
og
Röðull | brosti | rann að | nætur | hvílu
Ránar | til og | fögrum | sjónum brá.
og
Alþing vér j setjum í | allsherjar j konungsins J
nafni