Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 140
fræðinni. . Þær eru einkum tvennskonar: «einkvœð
hending (karlrím) t. d. stóð — hlóð, sem myndastaf
einni hreimþungri samstöfu; og tvikvœð hending
(kvenrím) t. d. draga —saga, sem rayndast af tveim
samstöfum, inni fyrri þungri en inni siðari léttri.
En þetta er allt auðskilið og einfalt. Mér var að
eins um að gjöra að athuga helzt það sem skýring-
ar þurfti við. Það getur orðið einhverjum til leið-
beiningar og fróðieiks. Svo virðist sem einstöku
raenn haldi á móti öllum bragfræðisreglum og brag-
fræðisrannsóknum, en slíkt er heimskulegt, því iuar
náttúrlegu tilfundningar, er kveðskapurinn er gjörð-
ur eptir, hafa einnig sitt iögmál. Auðvitað yrkja
skáldin eigi lióðin upphaflega eptir reglum brag-
fræðinganna, heldur eru reglur bragfræðinnar fram
settar af visindamanninum eptir ljóðum skáldanna,
en svo geta þessar reglur aptur haf't leiðbeinandi á-
hrif á skáldin. Þannig er tungumálið eigi tilbúið
eptir reglum málfræðinganna, heldur eru málfræðis-
reglurnar tilbúnar eptir inu talaða máli, ensvo hafa
þær reglur aptur nokkur áhrif á mál allra mennt-
aðra manna. Endurverkun og víxlverkuu á sér
hvervetna stað bæði í náttúrunnar og andans heimi.
Ijoiðrjett. rallið hat'a úr blaðsíðutölurnar 97.—112.,
þannig, að bls. 113 kemur næst á eptir hls. 9(5. I ritgerðinni
um Eirik blóðöx er þetta misprentað: b!s. 1782S Ragnfróðnr f-
Ragnfreðar; 17828 Arn. t'. Ann.; 17831 dvrðlegt nal'n f. dýrðl-
ingsnafn; 180a og e Weer f. Wear; 1817 samt f. sumt; I8J1
Halldórssyni t. Haraldssym; lbJis Gísli f. Gisl; '200s Möllers
f. Múliers; 20313 tímabili f. tímatali.