Eimreiðin - 01.01.1895, Side 3
3
Sá flokkur i neyð yfir firnindin brauzt,
þvi frelsið er allt, sem hann varðar,
þá kveður við loksins sú kröptuga raust
sern kallar sitt föðurland viðstöðulaust
af harðstjórum himins og jarðar.
Að vísu kann ferðin að verða þeim dýr,
en verður það þá ekki gaman,
er sveitin að landinu sólfagra snýr,
þar sannleiki ríkir, og jöfnuður' býr,
og syngur þar hósanna saman.
Við lifum það kannske’ ekki landið að sjá,
því langt er þar eptir af vegi;
en heill sje þeim kappa, sem heilsa því má
og hvíla sin augu við tindana þá,
þó það verði á deyjanda degi.
Og litið er enn þá vort liðsmanna safn,
en lagt mun það fram sem við höfum;
við vitum að leikurinn verður ei jafn,
en vonum að framtíðin geymi’ okkar nafn,
þó samtíðin gleymi’ okkar gröfum.
Og þó að jeg komist ei hálfa leið heim,
og hvað sem á veginum bíður,
þá held jeg nú samt á inn hrjóstruga geim
og heilsa með fögnuði vagninum þeim,
sem eitthvað í áttina líður.
Og þó að þú hlæir þeim heimskingjum að,
sem hjer muni’ í ógöngum lenda,
þá skaltu’ ekki að eilífu efast um það,
að aptur mun þar verða haldið af stað,
unz brautin er brotin til enda.
Jeg trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn
að síðustu vegina jafni;
og þjer vinn jeg, konungur, það sem jeg vinn,
og því stíg jeg hiklaus og vonglaður inn
í frelsandi framtíðar nafni.
i