Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Side 5

Eimreiðin - 01.01.1895, Side 5
5 fleiri eða 12 menn, í Danmörku 57, á Þýzkalandi 91, á Hollandi 139 og í Belgíu meira að segja 210 á hverjum □ kílómetra. Til þess að járnbrautirnar gætu staðizt, yrði flutningsmagnið að vera mjög mikið. Við yrðum þvi að gera okkur ánægða með að tölta áfram á vegum, hvernig sem færðin kynni að vera á þeim, meðan aðrir gætu þeyst áfram á járnbrautum og þó fengið flutning sinn fyrir margfalt minna verð. Menn gáðu sem sje alis ekki að því, að dalahjeruðin okkar eru bæði nokkurn veginn flatlend og heldur ekki ýkjalangt á milli þeirra, svo að því leyti eru engar ósigrandi tálmanir því til fyrir- stöðu, að við gætum eins og aðrir fengið að sjá eimreiðir þjóta gegnum byggðalög vor. Þó leið heill fjórðungur aldar frá þvi hin fyrsta járnbraut fyrif eimreiðir var gjörð á Englandi, þangað til farið var að nota þetta ágæta samgöngufæri hjer í landi (brautin milli Kristjaníu og Eiðs- vallar). Og við höfum jafnan haldið okkur í halanum á lestinni að því er samgöngubætur snertir. En sá sem er halalalli eöa dregst aptur úr í samgöngubótunum, hann verður það líka í efnalegu tilliti yfir höfuð eða í því að koma fótum undir velmegun sína. Þar sem aðrar þjóðir hafa stigið áfram risafetum og klofið þrítugan hamarinn til þess að leggja hjá sjer járnbrautir þvert og endilangt, svo að minnsta kosti allir hinir stærri bæir og byggðalög gætu tekið þátt í viðskiptalífinu og náð hvert til annars, þá liggja enn þá hjá oss stór og voldug dalflæmi og bæir, sem stórmiklum framförum gætu tekið, og bíða þess, hvort reykurinn úr eimreið- inni birtist þó ekki einhvern tíma á hálsbrúninni sem vottur þess, að dagar hleypidómanna og löðurmennskunnar sjeu bráðum taldir, og farið sje að roða af nýrri öld, járnbrautaöldinni, hjá okkur eins og öðrurn þjóðum. Það birti þó ætíð nokkuð til, er síðasta stórþingi ákvað að leggja Norðurbrautina (Kristiania-Hadeland-Gjövik), Norðurlands- brautina (Meraker-Namsos), Björgynjarbrautina og Vesturlandsbraut- ina. En þetta eru þó enn sem komið er að eins aðalbrautirnar eða stofnbrautirnar, og þeim verður ekki lokið fyrri en smátt og smátt, og nokkuð langt þess að bíða, að þær verði allar fuligerðar. Auk þess er eptir að koma á sömu sporbreidd á öllum aðalbraut- unum. Stofnbrautir sjerhvers lands ættu allar að vera sporbreiðar og ætlaðar til hraðflutninga svo beina leið sem unnt er. Það getur ekki staðizt til lengdar, að landið sje klofið í tvo parta: breiðspora-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.