Eimreiðin - 01.01.1895, Side 11
hægt er að fá margfalt betri samgöngufæri fyrir hjer um bil sama
verð? Við erum þó, hamingjunni sje lof! loksins komnir svo langt,
að það er ekki lengur álitin hrein og bein óhæfa að hugsa um
járnbrautagjörð á Islandi. Jæja, nokkuð er nokkuð; þetta er þó stig
í áttina, þó lítið sje.
Sumir íslendingar hafa látið í ljósi, og jafnvel verið brytt á
því í blöðunum, að síðasta alþingi hafi varið allt of miklum tíma til
að ræða járnbrauta- og siglingafrumvarp það, er lá fyrir þinginu.
Vjer verðum að vera á nokkuð annarri skoðun um það. Þótt það
frumvarp verði aldrei að lögum, þá hefur þeim tíma og því fje,
sem gengið hefur til þess að ræða það, verið vel varið. Einmitt
það kapp, sem kom í umræðurnar, hefur vakið Islendinga almennt
til þess að hugsa um málið; og að vekja heila þjóð til að hugsa
um það mál, sem hefur meiri þýðingu fyrir hana en nokkurt annað
mál, það er ekki lítils virði.
Og hvað af öllum þeim málum, sem alþingi á um að fjalla,
getur haft rneiri þýðingu en samgöngumálið ? Það er nú almennt
viðurkennt, að samgöngurnar sjeu hyrningarsteinninn undir allri
velmegun og framförum hverrar þjóðar sem er. Þær eru það fyrsta;
allt annað kemur á eptir: atvinnuvegirnir blómgast, fólksfjöldinn
og velmegunin eykst, menntir, vísindi og listir taka að dafna og
frelsi manna og sjálfstæði vex. Allt þetta er sem ein samanhangandi
keðja, þar sem hver hlekkurinn tekur við af öðrum. Sje fyrsti
hlekkurinn hrákasmíði, verður öll keðjan eptir því. Og það er
enginn vafi á því, að samgöngurnar ber að skoða sem fyrsta hlekk-
inn; þær eru undirstaðan, sem fyrst verður að hlynna að og mesta
rækt við að leggja, því upp af henni spretta allar aðrar framfarir.
Fátæklingurinn, sem jafnan er upp á aðra kominn, getur aldrei
orðið fullkomlega sjálfstæður nje frjáls. Vísindi og listir geta aldrei
þrifizt hjá mjög snauðri og fámennri þjóð. Fólksfjöldinn og vel-
megunin getur ekki aukizt að mörkum nema atvinnuvegirnir sjeu
í góðu lagi. Verulegar framfarir í atvinnuvegunum geta ekki átt
sjer stað, nema samgöngurnar sjeu góðar og greiðar. Eða með
öðrum orðum: skilyrðið fyrir öllum verulegum framförum er aukið
auðmagn, peningarnir: »afl þeirra hluta; sem gjöra skal«. En skil-
yrðið fyrir því, að auðmagnið geti aukizt 1 landinu, eru miklar
og góðar samgöngubætur, því það er dagsanna, sem hinn norski
járnbrautafræðingur segir í framanskráðri grein sinni, að sú þjóð,