Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Page 15

Eimreiðin - 01.01.1895, Page 15
15 Nokkur kvæði. Sjávarhljóð. Bárur hjer Bergs viður stalla Heyrast mjer Hlæjandi falla. »Lifið þitt Leikur að vilja; Yndið mitt Oldurnar hylja.« »Dilli þær Dátt eyrum þínum, Kveður sær Kaldara mínum.« »Einum hvað Omar sem hlátur, Öðrum það Ymur sem grátur.« A flökum. Tvö skipflök í ósjó ber hvort öðru hjá Og hvoru um sig fleytist einn skipbrotsmaður á, Af sinni gnoð hvor og sínu hvor frá landi, En samt hafa forlögin tengt þá einu bandi, Hjer sjást þeir fyrst og síðast þar svelgurinn beljar, Er samferða lætur þá verða til heljar. 1 dynjandi storm yfir drafnar ólgu hvíta Með dauðann í augum þeir hvor til annars líta, Sem bræður þeir væru — með bifðum fölvum vörum Þeir báðir gera krossmark — og nú.er allt á förum; Af brimkólgu nistir frá nauðflökum þeir hrökkva Og niður í beljandi regindjúpið sökkva. Stjörnuhrap. Sko, hvar stjarna hrapar heið Hratt um miðrar nætur skeið! Aður enn fullsagt er: »Hún hrapar«, Augna sjónin henni tapar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.