Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Page 17

Eimreiðin - 01.01.1895, Page 17
17 Skeifusagan. (Eptir Goethe.) Þá herrann í minni háttar líki Gekk hjer um kring á jarðarríki Og lærisveinar um fold honum fylgdu, Er fremur sjaldan þó orð hans skildu, Þá greint er, að setti hann gjarnast fundi A götum og strætum, — þar bezt hann undi, Því himins í augliti alla daga Menn orðunum betur og frjálsar haga; Þvi ljet hann heyra á hvers-dags svæði Af heilögum munni þau æðstu fræði; I dæmum og líkingum mjög svo margt tjáði, I musteri torg hvert svo breytast náði. Og eitt sinn hann reikaði í anda rór Til einhverrar borgar og með þeim fór; Þá sá hann í götunni að eitthvað skein á, Þar undan dottin hálf skeifa lá. Við Sankti Pjetur þá svo hann kvað: »Nú samstundis taktu upp skeifubrot það«. En Pjetur var ei til vika þá Svo vakur, þvi draumgáll var honum á; Elann var að dreyma um veraldar ríki, Sem væntanlegt er að hverjum líki, — Slíkt hefir ei takmörk í höfði manns, — Og hugsunin kærasta það var hans; Þann skeifu fund hugði’ hann hvergi til nota, — Hann hefði’ átt að finna krónu'’ eða sprota, — En hinu ýfðist hann heldur viður, Eptir hálfri skeifu að beygja sig niður; Því vjek hann til hliðar og leið fram lagði Og ljet sem hann heyrði ei hvað drottinn sagði. En drottirin með langlundar gæzku geði Af götu það skeifubrot hirða rjeði Og síðan ei þess konar sinnti meir, En sem inn í borgina komu þeir,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.