Eimreiðin - 01.01.1895, Page 18
Hann inn í smiðju til smiðs sjer brá
Og seldi honum brotið fyr aura þrjá.
Um sölutorg eitt þeir síðan fóru,
Þar sá hann að kirsber á boðstólum vóru.
Af þeim hann nú keypti svo þar um bil
Sem þrír aurar geta hrokkið til,
Og honurn sem titt er, með hægð og ró
Þau huldi í erminni og vel um bjó.
Nú hitt hliðið út um þeir gengu greitt
A grundir þar hvergi hús var neitt
Og alls ekkert trje rn.eð öllum vegi,
En eldheitt skein sólin á heiðríkju degi,
Svo fyrir einn vatnsdrykk utan efa
Menn allmikið þá hefðu viljað gefa.
A undan þeim drottinn gekk ljúfur með ljetta
Og lætur óvænt eitt kirsber detta.
Þá hljóp til Pjetur og hirti berið,
Sem heíði það ljómandi gullepli verið.
Það smakkaði undra sætt hans gómi,
En siðan aptur vor drottinn í tómi
Úr erminni kirsberi öðru fleygði
Og eptir þvi Sankti Pjetur sig beygði,
Og eptir þeirn berjum, sem ört nú hrundu,
Hann opt ljet hann bogra niður að grunduf
Svo vel lengi strit það vara náði,
Unz viðmóts-blíðastur drottinn tjáði:
»Ef hefðirðu í tíma hreyft þig, Pjetur!
Þá hefði allt fallið þægar og betur.
Hver lítið ei þiggur, nje því vill sinna
Opt þola má strit fyrir annað minna.«
Stgr. Th.