Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Page 21

Eimreiðin - 01.01.1895, Page 21
21 til þess, að allt fjelli um sjálft sig. Ef konungur hinsvegar hjeti fulltingi sínu og setti með því eins og innsigli sitt á fyrirtækið, þá mundi fjelagið kyiíoka sjer við að risa allt of öndvert móti því. Mörgum hinna þótti þetta óþarfa forsjálni og vildu eigi draga málið lengur. Skrifaði Magnús lögmaður Gislason utan fyrir þeirra hönd og sótti urn styrk; voru honum af konungssjóði veittir 300 dalir til bráðabirgða og sendur upp þýzkur vefari, er settist að á Leirá hjá Magnúsi. Skúla gazt illa að þessutn flýti og þótti sem frekari tryggingar þyrfti áður tekið væri til starfa. Fót' hann utan að áliðnu sumri 1751 í embættiserindum, en meðfram var það ásetningur hans, að reyna að greiða iðnaðarfjelaginu veg til að koma fram fyrirætlunum sínum. Satndi hann skömmu eptir komu sína til Hafnar nýtt skjal um mál þetta, skýrði þar frá stofnun iðnaðarfjelagsins og hvert væri mark þess og mið. Fjekk hann stjórn og konung til að sam- þykkja ýmsar ákvarðanir, er verða máttu til þess að ljetta undir með fjelagsmönnum, og loks fjekk hatrn því áorkað, að konungur gaf 600 dali til fyrirtækisins og lagði til þess jarðirnar Reykjavík, Effersey og Hvaleyri. Var þetta allt staðfest með konungsbrjefi 4. jan. 1752. Fess var eigi langt að bíða að Skúla og verzlunarfjelaginu (Hörmangarafjelaginu) lenti saman, enda var eigi laust við að sum af ákvæðum konungsbrjefsins kæmu í bága við verzlunarsamninginn (oktroyen). Samkvæmt honum hafði fjelagið eitt rjett til að reka verzlun á Islandi, enginn annar mátti flytja vörur, hverju nafni sem nefndust, til landsins eða frá, og eigi máttu íslendingar verzla hverjir við aðra innbyrðis. Alla vöru skyldi selja við vissu verði, er stjórnin ákvað. Hin helztu af ákvæðum brjefsins, er koma í bága við verzlunarsamninginn, voru þau, að afurðir iðnaðarstofn- ananna mættu vera undanskíldar hinu gildandi vörumati, og skyldi hluthafendum stofnananna heimilt að selja þær hverjum sem þeir vildu, ef þeir eigi gætu komið sjer saman við kaupmenn um verðið. Enn fremur var hluthafendum leyft að kaupa efnivið og áhöld til stofnananna í útlöndum og flytja til Islands á duggum þeim, er keyptar höfðu verið til fiskiveiða. En þótt eigi væru ákvæði brjefs- ins harðari en þetta, var það nóg til þess, að verzlunarfjelagið barmaði sjer sáran, bar sig upp við stjórnina og kvað brotin lög á sjer. Var reynt til að miðla málum, en hvorki Skúli nje fjelags- stjórnin vildu slaka til og komust engir samningar á. Þó kom

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.