Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Qupperneq 22

Eimreiðin - 01.01.1895, Qupperneq 22
22 Skúli máli sínu svo fyrir áður hann fór, að stjórnin hjet honum fulltingi sínu og var fastráðin í að ljetta svo mikið undir með stofnununum sem hún frekast rnætti, án þess allt of áþreifanlega að ganga í berhögg við verzlunarfjelagið. Með vorinu hjelt Skúli heirn á leið með áhöld og ýmislegt, er til stofnananna þurfti. Tók hann með sjer 15 bændur frá Dan- mörku og Noregi til að hefja akuryrkju, 2 beykira, timbursmið og sútara. Til að veita ullarverksmiðjunum forstöðu hafði hann ráðið ungan mann, Danenberg að nafni, er lagt hafði stund á þá iðn í Kaupmannahöfn. Var ákveðið að reisa verksmiðjuhúsin í Reykja- vik, en Danenberg settist til bráðabirgða að á Bessastöðum með áhöld sín. Nú var tekið til óspiltra málanna, duggurnar gerðar út til fiskiveiða, bændunum jafnað niður víðsvegar um landið, verk- smiðjuhús reist í Reykjavík og þófaramylna við Elliðaárnar. Auk þessa var nokkru síðar tekið til brennisteinsgjörðar í Krísuvík. Lítið varð þó að gert með ýmislegt af þessu hið fyrsta árið, því ótíð var hin mesta bæði til lands og sjávar. Tók nú von bráðar að þrjóta fje það, er hluthafendur rjeðu yfir, en bráða nauðsyn bar til að halda fyrirtækinu tafarlaust áfram, ef eigi skyldi koma aptur- kippur í það. Fór Skúli því enn á ný utan og fjekk talið konung á að leggja fram meira fje. Sú varð raunin á, sem Skúli hugði, að verzlunarfjelagið ljet eigi á löngu líða áður það greip til vopna móti stofnununum og gerði þeim óhægt fyrir í ýmsu. Kaupmenn neituðu að selja þeirn skinn til sútunar og ull til klæðagjörðar við lægra verði, en þessar vörur seldust fyrir í Kaupmannahöfn, og eigi vildu þeir taka ketið af fje því, er hluthafendur slátruðu til þess að fá þetta tvennt til stofnananna, svo þeir urðu að sitja uppi með það sjálfir og sköð- uðust stórum. Þó varð nokkur bót ráðin á þessu, er Skúli fjekk talið stjórnina á að leyfa hluthafendum, þvert ofan í verzlunarsam- ninginn, að flytja ket sitt til Hafnar og selja þar, ef kaupmenn eigi vildu veita því móttöku. Enn frernur var verzlunarfjelaginu boðið að kaupa klæði sín af stofnununum, en fjelagsstjórnin komst því miður á snoðir um þetta áður brjefið kom út og flýtti sjer að kaupa ósköpin öll af klæði í Danmörku. Þegar svo skipunin birtist, færði fjelagið það sjer til afsökunar, að það sæti uppi með klæðabirgðir til fleiri ára og þyrfti því eigi á klæðavöru stofnananna að halda. Þannig beitti fjelagið ýmsum brögðum til að drepa niður framfara- tilraunir landsmanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.