Eimreiðin - 01.01.1895, Page 26
2 6
stofnananna í stað Skúla, sem var bolað frá. Kom nú tilgangur
fjelagsins brátt í ljós, en hann var sá, að upphefja stofnanirnar
smátt og smátt. Ljet ijelagið höggva upp eina fiskidugguna í Kaup-
mannahöfn, en Ari tók til óspiltra málanna í Reykjavik og rak
ástæðulaust megnið af vinnufólkinu burt frá stofnununum svo það
ráfaði um vinnulaust og átti við mesta harðrjetti að búa. Af 8
vefurn, er stöðugt höfðu gengið meðan Skúli hafði ráðin, gengu
nú aðeins 2—3, og einn vefara rak Ari burt af því honum þótti
hann vefa of niikið! Klæðin voru af ásettu ráði gerð of mjó og
send út urn hafnir landsins illa þæfð og illa lituð, allt til þess að
vekja óvild á stofnununum. Þegar klagað var yfir vefnaðarvörunni
sögðu kaupmenn: »Þetta er iðnaður ykkar eigin lands, þarna getið
þið sjeð!« Báru þeir það svo fram erlendis, að stofnanirnar væru
að engu nýtar og Islendingar sjálfir óánægðir með þær.
Skúli bar fyrst um sinn harm sinn í hljóði, en er hann sá
hvað verða vildi, fjekk hann eigi lengur orða bundizt og ljet nú
ákærurnar afdráttarlaust dynja yfir fjelagið. Um þessar mundir (1771)
kom hin svo nefnda »Landkommissíón« til íslands, og var henni
falið á hendur að kynna sjer ástand landsins. Skýrði Skúli henni
ýtarlega frá málum þessum og bar þungar sakir á fjelagið, en sýndi
fram á, hverju stofnanirnar hefðu fengið áorkað. Ljet hann eptir-
fylgjandi fjárhagsyfirlit fylgja skýrslu sinni:
Hús, áhöld og afurðir stofnananna nema......... 175,194 d. 83 sk.
Konungur hefur lagt til þeirra 61,097 d. 42 sk.
Hluthafendur hafa lagt til... . 6,640 — 60 —
Skuld stofnananna........... 1,276 — 57 —
------------------ 69,014 — 62 —
Afurðir stofn. hafa því numið 106,180 d. 21 sk.
*Landkommissíónin« skýrði frá hinu bága ástandi stofnananna, er
hún kom aptur til Hafnar, en gat þess jafnframt, að hún áliti að þær
mættu verða landinu til mikillar blessunar, ef lögð væri rækt við
þær framvegis. Leiddi þetta til þess, að stjórnin 1772 eptir beiðni
Skúla nefndi til 2 menn að dæma í máli fjelagsins og stofnananna.
Fjell dómurinn árið eptir og hljóðaði á þá leið, að fjelagið skyldi
gjalda hluthafendum 46260 dali fyrir meðferð þess á stofnununum.
Eins og við mátti búast gazt fjelaginu eigi að þessum úrslitum og
áfrýjaði dómnum. En áður málið yrði til lykta leitt, varð breyting
á verzluninni og tók konungur við enn á ný (1774), en fjelagið