Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Page 28

Eimreiðin - 01.01.1895, Page 28
28 upprunalegu hugmynd sina fyrir augum: að gjöra stofnanirnar að einskonar iðnaðarskóla fyrir landið. Varþað tilgangur hans, að breiða þaðan út rneðal manna þekkingu á iðnaði og rjettri meðferð á afurðum landsins, en eigi sá einn, að reka stofnanirnar sem gróða- fyrirtæki. Oss nútíðarmönnum hættir opt við að gjöra fyrri öldum lægra undir höfði, en rjett er, og taka oss i munn orð einvaldskonung- anna: »Vjer einir þekkjum . . .« En þegar öllu er á botninn hvolft, fer opt svo, að hinir fyrri tímarnir mega verða oss til fyrirmyndar i ýmsum greinum, og svo er að mínu áliti með 18. öldina og iðnaðarstofnanirnar. Jón Jónsson. Drykkjarhorn Griffenfelds. Mynd þessi er tekin úr hinu ágæta riti um Peter Schumacher GriíFenfeld (II. bindi, bls. 184), er ríkisskjalavörður A. D. Jörgensen hefur samið og út kom í fyrra. Líka hefur mynd þessi komið út í sögu Kaupmannahafnar (II, 354), merku riti eptir Carl Bruun. u.júli 1674 varð Griffenfeld kanslari konungs og hafði þá komizt til svo hárra metorða, er verða mátti fyrir þann mann, er var þegn konungs. Hann lagði þá Kristjánshöfn undir Kaupmannahafnar hrepp og hefur hún siðan verið nokkur hluti höfuðborgar Danmerkur; var þetta eigi lítill viðbætir við Káupmannahöfn. Griflenfeld gaf þá ráðhúsi bórgar- innar um 100 málaðar myndir af Danakonungum; voru þeir þar allir í

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.