Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Side 29

Eimreiðin - 01.01.1895, Side 29
29 röð, Dan í broddi fylkingar, en Kristján 4. rak lestina. Enn fremur gaf hann drykkjarhorn það, sem sjá má af mynd þessari eða »stórt svart islenzkt horn silfurbúið«. Horn þetta er enn til og er það nú sem stendur geymt í Rosenborgarhöll, en í ráði er að geyma það i hinu nýja ráð- húsi bæjarins, er nú er verið að reisa. Pess má geta, að þótt horn þetta sje kallað íslenzkt, er það þó óvist, þvi orðið »íslenzkur« var stundum notað í danskri tungu á þeim tímum í sömu þýðingu eins og norrænn eða fornnorrænn. Bókmenntir vorar hinar fornu höfðu bæði þessi og ýms önnur áhrif i för með sjer, þá er menn tóku að kynnast þeim. B. Th. M. Latínuskólinn. Við Islendingar eigum, sem von er, ekki rnarga skóla, en því fremur ættum við að láta okkur vera annt um, að þessir fáu skólar, sem við eigum, væru í sem beztu lagi. Eptir því sem á stendur hjá okkur geturn við reyndar varla búizt við þvi, að prestaskólinn, læknaskólinn og jafnvel gagnfræðaskólar vorir og barnaskólar geti staðið útlendum skólum á sporði. Aptur ætti latinuskólinn að geta staðið erlendum latinuskólum nokkurn veginn jafnfætis, því kennarar við þann skóla fá alla sömu menntun sem kennarar við sams konar skóla erlendis, og þar sem hann er algerlega kostaður af opinberu fje, er líklegt að sjeð sje um, að hann hafi flest eða öll þau áhöld, sem nauðsynleg eru til þess að kennslan geti orðið í góðu lagi. Latinuskólinn hefur líka jafnan verið talinn bezti skólinn okkar og menn munu almennt álíta, að hann sje i engu lakari en sams konar skólar erlendis. En fari maður að bera hann saman við latínu- skóla i Danmörku, verður þó allt annað ofan á. Það kemur þá í ljós, að hann er langljelegasti latinuskólinn i öllu Danaveldi. Leir skólar verða nefnilega að teljast beztir, sem útskrifa flesta lærisveina með 1. einkunn, en fæsta með 2. eða 3. einkunn, en hinir ljelegastir, þar sem hið gagn- stæða á sjer stað. »Af ávöxtunum skuluð þjer þekkja þá«. Til þess nú að sýna þetta svart á hvitu, skulum vjer fyrst bera latinuskólann i Rvik saman við nokkra einstaka skóla í Danmörku um 10 ára bil (1884—93) og siðan saman við alla danska latinuskóla. Af hinum einstöku skólum tökum vjer fyrst Metropólítanskólann í Khöfn; hann er rikisskóli (eini rikisskólinn í Höfn) eins og Rvikurskólinn og líka eingöngu latínuskóli, þar sem hjer um bil allir latinuskólar í Dan- mörku annars eru jafnframt bæði gagnfræðaskólar og barnaskólar. Auk þess er Rvikurskólinn í öllu verulegu sniðinn eptir Metrópólitanskólanum. fvi næst tökum vjer til samanburðar einn af þeim latínuskólum í Khöfn, sem engan styrk hafa af opinberu fje, eða hinum svo kölluðu »privat«- skólum, nefnilega Borgardyggðarskólann á Kristjánshöfn (nú i Helgulands- götu). Pá veljum vjer tvo skóla utan Khafnar, sem eru fremur afskekktir, annan á Jótlandi, latínuskólann i Ripum, hinn á Borgundarhólmi, latínu- skólann i Ronne, og ætti Rvikurskóla ekki að vera ofvaxið að bera sig saman við þá.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.01.1895)
https://timarit.is/issue/178834

Link til denne side:

Link til denne artikel: Brautin.
https://timarit.is/gegnir/991006674249706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.01.1895)

Handlinger: