Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Page 31

Eimreiðin - 01.01.1895, Page 31
3i töldum töluvert meira en helmingi fleiri I. einkunn en II. En í Rvíkur- skóla fá nálega eins margir II. einkunn eins og I. I Metrópólítanskólanum fær ekki nema tæplega hver 300. piltur III. einkunn, i öllum dönskum skólum samantöláum hjer um bil hver 13., en í Rvíkurskóla því nær 6. hver piltur. Af þessu má sjá, að Rvíkurskóli má sækja sig töluvert til þess að geta jafnazt á við meðalskóla i Danmörku. Ef hvor þeirra um sig út- skrifaði 200 lærisveina í einu, yrðu einkunnir þeirra samkvæmt þessari 10 ára reynslu þannig: I. ágætiseink. I. eink. II. eink. III. eink. latínusk. í Rvík..... i(1 85,9 80,2 32,3 meðalsk. í Danm. .. 9,4 117,6 57»s 15.2 Af hverju stafar nú þessi mikli munur? Stendur Rvikurskóli i raun og veru svona langt á baki öllum dönskum skólunt? Vjer efumst utn að svo sje. Oss er nær að halda, að munurinn stafi að miklu leyti sumpart af því, að verkefni þau, sem lögð eru fyrir lærisveina Rvikur- skóla til úrlausnar, sjeu þyngri en við aðra skóla, og sumpart af þvi, að kennararnir sjeu strangari eða gefi lægri einkunnir við þann skóla en við aðra, af þvi þeir hafa enga aðra skóla til samanburðar. Sje svo, þá væri með þvi rjettur brotinn á þeim, sem fyrir þá sök hafa hlotið III. einkunn, því við I. og II. einkunn eru bundin mikilsverð rjettindi. Rannig getur enginn íslenzkur stúdent öðlazt Garðrjettindi í Khöfn, ef hann hefur ekki náð II. einkunn við burtfararprófið, enda vitum vjer til að ýmsir íslenzkir stúdentar hafa orðið að hætta við að sigla til háskólans, af því þeir höfðu ekki náð nema i III. einkunn. Auk þess eru margar aðrar styrkveitingar við háskólann i reyndinni bundnar við hinar hærri einkunnir. Pað getur því haft mikla þýðingu fyrir allt líf sumra pilta, ef þeir fá ekki eins háa einkunn og þeim ber að rjettu í samanburði við pilta frá öðrum skólum. Þótt vjer bæði ætlum og vonum skólans vegna, að munurinn stafi að miklu leyti af þessu, en ekki öðru verra, þá ber þó þess að geta, að kennarar skólans -— að minnsta kosti sumir hverjir — virðast ekki vera á sama máli um það. Höfundur þessara lína skrifaði nefnilega í byrjun ársins 1892 töluvert ýtarlega ritgerð um þetta mál og sendi Tímariti hins íslenzka Bókmenntafjelags, en ritnefndin neitaði henni um upptöku, án þess þó að skýra frá, af hverjum ástæðum hún gerði það. I nefnd- inni, sem er’3 manna nefnd, sátu nú 3 af kennurum skólans, og einn þeirra hefur látið í ljósi, að honum hefði ekki líkað ritgerðin, af því að ágizkunin um strangleika við prófin hefði ekki verið rjétt. Pað væri öðru nær en að einkunnir skólans væru of lágar. Er ekki óliklegt að hinir kennararnir hafi verið honum samdóma, og greininni þess vegna verið neitað um upptöku. En hafi nú kennarar skólans rjett fyrir sjer í þvi, að þessi góð- gjarnlega tilgáta sje röng, þá hlýtur eitthvað að vera bogið við kennsluna í skólanum. Hverju ætti annars um að kenna? Fái piltar að jafnaði lægri einkunnir við einn skóla en annan, þá verður ódugnaði kennaranna jafnan kennt um það, en ekki lærisveinunum. Þeir bera ábyrgðina fyrir kunn- áttu pilta, en ekki lærisveinarnir. Ekki dugar að kenna því um, að piltar

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.