Eimreiðin - 01.01.1895, Qupperneq 35
35
líkt þessu. Það er því opt ekki annara meðfæri en lækna að segja
með vissu, hvort sjúklingarnir hafi verulega Íungnatæringu.
Lungnatæring dregur stundum til dauða á fáum mánuðum, en
optast lifa sjúklingarnir árum saman, stundum tugi ára. Stundum
tekst að lækna þá, ef það er byrjað nógu snemma og kjör sjúk-
linganna eru þannig, að þeir geti farið vel með sig á allan hátt.
Mikill fjöldi þeirra, sem fá veikina, deyr að vísu úr henni, en
það er ekkert efamál, að hún getur læknazt og horfið; og svo mundi
vera miklu optar en nú er, ef sjúklingarnir sýndu meiri hirðusemi
með að leita læknisráða í tíma. Af því veikin er optast hægfara í
fyrstu, hættir sjúklingunum til að fresta því, þangað til veikin er
orðin svo mögnuð, að það er um seinan. Og þótt þeir leiti læknis,
gleyma þeir opt ráðum hans of snemma; þeir hætta að gæta þeira,
þegar þeim fer að skána. En þessi veiki er þess eðlis, að hún
læknast ekki á fáum vikum eða mánuðum, heldur þarf langan tíma,
áður full trygging sje fengin fyrir lækningu. Það getur borið lítið
á veikinni um stund, en hún fuðrar opt upp aptur, ef sjúklingarnir
fara óvarlega með sig. Aðalatriðið við lækninguna er ekki læknis-
lyf, heldur góð næring og allur aðbúnaður.
Það er ekki tilgangur minn að kenna mönnum að lækna veikina,
heldur að forðast hana. Hitt mundi vera ómögulegt. Hver sem
er svo ógæfusamur að - fá veikina, verður að leita læknis, og lækn-
irinn verður að leggja á ráðin, löguð eptir ástæðum og atvikum
í hvert sinn.
Jeg hef tekið það fram, að veikinni valdi lifandi sveppir, sem
vaxa og margfaldast í lungum sjúklinganna, en geta ekki tímgazt
nema í líkömum manna og dýra. Jeg vona, að menn skilji af
þessu, að veikin er ncem, berst frá sjúklingunum og sýkir aðra.
Bakteríurnar (sveppirnir) »kvikna« ekki fremur en aðrar lifandi
verur, heldur fæðast eða myndast æfinlega hver af annari koll af
kolli. Veikin byrjar því að eins aö bakteriur þessar komist inn í lungun,
en þær eru komnar af öðrum bakteríum, sem hafa tímgazt í öðrum
sjúklingum. Hvernig komast þær frá sjúklingunum og berast til
annara? Með hrákunum eða uppganginum. Þær berast með hrák-
unum upp úr lungunum, og ef sjúklingarnir hrækja á gólf eða á
þann stað, sem hrákinn getur þornað, svo hann verði að ryki og
þyrlist upp í loptið, þá geta heilbrigðir andað þeim að sjer og
fengið veikina á þann hátt. Með loptinu, sem sjúklingarnir anda frá
sjer, sleppa þær ekki á burt, því að þær blandast loptinu því aðeins
3*