Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 47
47 jafnvel vel megandi eptir því sem á íslandi gerist. Þó verður engum — að Vestmannaeyingum einum undanteknum — fyrir að vátryggja skepnur sínar. En forfeður vorir vóru forsjálli en vjer í þessu efni. Peir sáu glöggt, að heill sveitarinnar var hætta búin, ef vel megandi bændur gátu allt i einu orðið að bónbjargamönnum sakir óhappa, sem þeir gátu ekki sjálfir að gert. Þeir vildu því vinna til að leggja bönd á sig til þess að fyrirbyggja slikt og settu ákvörðun um það í lög sin, og þótti frelsi sinu ekki misboðið fyrir þvi; enda vóru þeir einmitt frjálsari eptir en áður, þar sem afleiðingin var sú, að færri urðu upp á aðra komnir. Þessi vátrygging náði þó að eins til þess hluta fjárins, sem þeir skoðuðu sem hinn helzta bústofn sinn, en það var nautpeningurinn. Peir vóru sem sje svo miklir búmenn, að þeim var ljóst, að nautfjeð er miklu vissari og betri eign en sauðfjeð, ef rjett er á haldið og búskap- urinn i góðu lagi, og þeir höfðu því miklu stærri kúabú og nautpenings- rækt yfir höfuð en vjer. Fyrirkomulagið á vátrygging á nautpeningi var með sama hætti sem á húsum, sem sjá má af orðum sjálfra laganna, er hjer skulu til færð: j>Skaðabœtr eru mæltar, ef fallsótt komr í fé manns, svá at fellr fjórðungr nautfjár, þess er hann hefir, eða meiri hlutr. Þá skulu hreppsmenn bœta honum skaða. Hann skal kveðja til nábúa sína 5 á enum næsta hálfum mánaði, er fall- sótt lætr af, at virða skaða sinn. Hann skal segja til skaða síns ok sýna þeim hold ok húðir, þess fjár, er af er farit. Hann skal síðan vinna eið fyrir þeim, at sá er skaði hans, sem þeir hafa virt, eða meiri. Síðan skal hann segja til á samkvámu. hvé skaði hans hefir virzt. En bœndr skulu bœta honum hálfan skaða. Þeir skulu svá bœta, at jafnmiklu sé bœtt af hundraði hverju. Eigi eru menn skyldir at bœta framarr en svá, at 6 alnir sé goldnar af c (hundraði) hverju 6 alna aura. Ef fleiri menn bíða skaða á einum misserum, þá skal jafnt öllum bœta, til þess er 6 alnir eru af hundraði hverju goldnar. Ef þá vinnst eigi til þess, at hálfr skaði verði bœttr hverjum þeirra, þá skulu bœndr telja svá til, at þeim mun minna hafi hverr þeirra af bótum, sem þeir hafa minna skaða beðit.« ' Sams konar ákvarðanir um innbyrðis vátrygging eða skaðabætur finnast ekki í lögum annarra Norðurlanda þjóða frá sama tíma. Af því, sem hjer hefur verið skýrt frá, má læra þetta: Á þjóðveldistímanum vóru Islendingar á undan öllum samtiðar- mönnum sínum í þvi að vátryggja eignir sínar, en nú eru þeir orðnir á eptir öllum öðrum þjóðum í því efni. Er ekki mál til komið að kippa þessu í liðinn, góðir landar? V. G. t A spítalanum. (Tileinkað Vesturheimsprestunum íslenzku.) Jeg hafði þó haldið það verra’ en það var að vera’ i þeim sjúklinga grúa; en langur er dagur og dauflegur þar sem dauðinn og læknarnir búa, þar skipbrotsmenn sökkvandi sogast frá strönd, en seilast í bakkann með skjálfandi hönd og illa því ókomna trúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.