Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Page 54

Eimreiðin - 01.01.1895, Page 54
54 en brúa þær keldur ár og annað, sem umferð af þúfunni fyr hafa bannað. O, slepptu ekki velsældar voninni, maður! og vertu ekki á þúfunni allt of staður, en ryddu þjer brautir burt henni frá og berðu þig annarra framkvæmd að sjá; og snúðu svo aptur með umbreyttu auga, sem aldregi lítur á vonleysis drauga; og neyttu svo kraptanna, er guð þjer gaf, og granna þinn vektu svo mókinu af; og treystu því örugt, að eins og þú sáir þú uppskeru af þúfunni sannlega fáir; — og trú mjer! eins satt eins og sólin skín, að síðustu hún verður þá /ýbþúfan þín. V. G. Um endurbót á reglugjörð latínuskólans. f að, sem var, er ekki lengur — það, sem d að verða, er ekki enn. A. de Musset. Asamt öllum verklegum framförum landsins, er óhætt að skipa þeim málum, sem rniða að endurbót almennrar menntunar, í fremstu röð. Hagur þjóðarinnar framvegis er jafnt kominn undir hvorutveggja. Hvað uppeldi og fróðleiksmiðlun snertir, eru nú flestir farnir að kannast við, að brýn nauðsyn sje til að gefa meiri gaum en áður að kröfum lífsins og vors eigin tíma. Þess er nú krafizt allt af meir, að innra samband sje milli allra þeirra skóla, sem hafa þann tilgang að veita almenna menntun, þannig að æðri menntunin taki stig af stigi við af þeirri lægri, allt eptir aldri og þroska unglinganna. Þetta er ekki orðið lítið tilkall, og því miður fer því fjarri, að skólum vorum sje þannig háttað, eða að þeir sjeu færir um að fullnægja því nú sem stendur. Kennslustofnanir vorar eru enn fáar, nokkuð ósamkynja, flestar kornungar, og, eins og eðlilegt er, er þeim ábótavant í mörgu. Oðrumegin er latínuskölinn; rætur hans liggja djúpt í aldanna skauti. Með öld-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.