Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Side 57

Eimreiðin - 01.01.1895, Side 57
57 ekki þessum ráðahag milli þess, sem d að verða og þess, sem er biíið að vera, milli fjelitla og ekki allt of viljasterka yngissveinsins og fjáðu ekkjunnar, sem stendur með annan fótinn í gröfinni. Það er óheppilegur rígur á rnilli gagnfræða- og latínudeildanna, þar sem þær eru hvor við hliðina á annari; jeg á ekki von á því, að samkomulagið verði betra, þó að önnur sje undir hinni. Gagnfræðaskólinn ætti heldur að setja sig í samband við barna- skólana, og reyna til að koma skipulagi á lægri menntun vora, því það varðar miklu, að áreiðanlega sje byggt að neðan; þessu yrði að líkindum rniklu betur við komið á Akureyri en á Möðru- völlum, og væri því skólinn betur settur þar. Hins vegar er latínuskólanum ekki til setunnar boðið; hann verður að fara að leggja gamla skrúðann fyrir óðal og semja sig eptir aldarhættinum. Þegar svo er komið, mun fyrst rjett lag komast á alla almenna menntun vora, æðri sem lægri, og sambandið á milli skólanna leiðir þá svo sem af sjálfu sjer. II. »Sint, ut sunt, aut non sint.« Það eru nú bráðum liðin 20 ár síðan Reykjavíkurskóli fjekk reglugjörð þá, er nú gildir, og öðlaðist með henni fornmáladeild dönsku skólanna. Að sönnu er tviskiptingin danska óeðlileg og óheppileg, þar sem þeim tækjum, er eðlilega mynda eina heild til þess að veita anda unglinganna samræmislegan þroska og fjöl- hæfa menntun, er skipt i tvær deildir, hvora við hliðina á annarri; hún hefur líka ýrnsa aðra ókosti, sem jeg áðan drap á, en hjer er ekki rúm til að telja. Sarnt hafa Danir staðið ólikt betur að vígi með báðum deildunum, en vjer með fornmáladeildinni einni, því náttúru- og stærðfræðisdeildin er miklu meir sniðin eptir tímans kröfum en hin, og hægt væri algjörlega að semja hana þar eptir. Ef vjer um næstu 20 ár ættum að hafa fjögra eða sex ára latínu- skóla, skyldi jeg mæla með því, að hann hefði báðar deildirnar. En vanafestan og gamaldagshátturinn, sem hafa óbeit og óþokka á öllu nýju, ráða mestu á hverjum tíma, og þeim kostum á Island að þakka, að, þegar um tvennt var að velja, fjell valið á þá deild, sem er enn einstrengingslegri, enn meir einhliða en hin, á dauðu málin; þau þóttu haganlegustu tækin til þess að búa næstu kynslóð undir lífið og æðra nám. Vjer höfum einu lifandi

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.