Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Page 58

Eimreiðin - 01.01.1895, Page 58
58 máli fleira að læra en Danir; er nú tíminn til þess tekinn frá latínu eða grísku? Nei, heldur þykir oss svo mikið til þeirra koma, að vjer gefurn þeim 68 stundir á viku, en Danir þó ekki nema 66. Þar á ofan höfum vjer einir ráð á að heimta af tólf ára piltum til inntökuprófs »aðalatriði hinnar latínsku mállýsingar«, auk lesins kafla, »sem svarar hjer um bil ioo bls. í átta blaða broti!« Aðrar nauðsynlegar námsgreinar komast ekki að fyrir þrengslum og þær, sem nú standa á töflunni hafa flestar allt oí fáar stundir til þess, að þær geti orðið kenndar að nokkru veru- legu gagni. Gamla orðtakið: non multa, sed multum á ekki lengur við þar sem svo hagar til. Þeir, sem um siðustu 10-20 ár, að loknu burtfararprófi, hafa farið út yfir pollinn, munu líka margir hverjir opt sárlega hafa fundið bæði til þess, að setningin urn »skólann fyrir lífið« var farin að úreldast, eins og líka til hins, að skólinn eiginlega heldur ekki bjó undir háskólann, en aðeins undir fornmáladeild hans. Þegar um endurbætur er að ræða, hættir mönnum við að vera of smeikir við að breyta stórum frá gömlum vana, og verða þá opt málalokin þau, að hvorki verður hrátt nje soðið. Eins og áður er um getið, stinga sumir upp á því, að stofna fjögra ára latínudeild (með grísku) ofan á gagnfræðadeildinni. Mjer finnst nú þessi tillaga fremur bera vott um viðleitni til að rata með- alveginn, heldur en um rjetta hagsýni. Hvernig sem jeg hugsa mjer þessa deild, rek jeg mig annaðhvort á sömu þrengslin, sem nú, eða á brot gegn þeirri góðu og gömlu reglu, sem gildir við alla uppfræðslu: non multa, sed multum. Mjer lízt því engu betur á þessa deild en hina, heldur er jeg hræddur um, að samfellingin alls og alls verði hálfgerð ómynd. Það eru gömlu inálin með þeim stundafjölda, sem þau hafa, er standa æðri skólum vorra tíma fyrir þrifum; á þeim verður að lenda allt það, sem gert verður til eflingar notasælli menntunar. Arið 1889 fór sjálf kennslumálastjórnin danska fram á það, að hætt væri við grískuna í skólunum, og var þeirri tillögu haldið fast fram af meiri hluta umsjónarráðsins. En þeir eru orðnir margir og verða með hverju ári fleiri, sem sjá að latínukennslan heldur ekki nær meir tilgangi sínum, og að brýn þörf er á að takmarka hana mjög til ábata fyrir aðrar þarfari námsgreinar. Stærðfræöin og náttúruvísindin eiga þannig tilkall til sætis í öllum bekkjum skólans; flestum ber líka saman um, að lífíærafræði og efnafræði ættu að kennast.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.