Eimreiðin - 01.01.1895, Side 60
éo
rýma sœtið. Jeg skal ekki orðlengja um þau, heldur segja, hvernig
mjer finnst að haga ætti skólanum eptir þörfum vorrar þjóðar
og vorra tíma. Jeg legg þá til:
að bekkjat'ólu skölans og inntökualdri pilta sje haldið óbreyttum;
að hœtt sje að kenna grisku, en að fáeinum stundum á víku verði
varið i 3-4 efstu bekkjunum til bökmennta- og listasögu Grikkja,
að latína sje að eins kennd 4-j stundir í j. og 6. békk;
að þeim tíma, sem þannig tæmist, sje skipt á milli liinna námsgrein-
anna eins og að nokkru leyti er bent á hjer að framaw,
að burtfararpróf sje haldið úr 4. bekk fyrir þá pilta, sem ekki ætla
sjer að ganga veg æðri menntunar.
Skólinn er þannig ekki lengur lalínuskóW, heldur skóli til
undirbúnings jafnt fyrir lífið og háskólann. Hann hefur það líka
framyfir 8-ára skólann að vera ein, óbrotin og eðlileg heild; auk
þess er hann kostnaðarminni. Það er rótgróinn vani meðal al-
mennings, að skoða latínu og grísku eins og einhver einkennis-
merki lærðra manna; jeg skal þá að eins benda á það, að þeir,
sem ljúka burtfararprófi úr stærðfræðisdeildinni, lesa ekkert í
grísku, og dettur engum heilvita manni í hug að kalla þá ólærða
fyrir það. Lærisveinar 5. og 6. bekkjar eptir minni tillögu myndu
varla standa þeim sörnu stúdentum á baki í latínukunnáttu. Hins
vegar hygg jeg, að bæði kröfum almennrar æðri menntunar og
þörfum háskólans sje fullnægt með þeirri latínukennslu, sem jeg
legg til.
Að lokum skal jeg geta þess, að rnjer er það fullljóst, að
þessi tillaga muni mæta talsverðri mótstöðu, fyrst og fremst frá
gömlum vana, og að endurbótin hvorki kemst á næsta ár eða
hitt árið; en mjer þykir það þó rjettast, að menn venji sig líka
við að hugsa um, að þetta eða svipað fyrirkomulag á skólanum
er í vændum fyrr eða síðar. Hvenær? Það er einna niest undir
kennurum vorum komið. Þeir bera skóinn, og finna bezt, hvar
hann kreppir. Þegar þeim sýnist tíminn kominn til endurbóta,
og þeir sjálfir færir um að framkvæma þær, láta þeir til sín
heyra og ráðum þeirra mun verða fylgt. Jeg er því mjög von-
góður í þessu. Bæði stofnun kennarafjelagsins og tímaritsins er
Ijós vottur um það, að lifandi áhugi er vaknaður hjá kennurum