Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Qupperneq 62

Eimreiðin - 01.01.1895, Qupperneq 62
62 Miklar og margbrotnar vjelar birgja bæjarbúa að gasi og rafmagni til Ijóss og eldiviðar og jþrýsta drykkjarvatni um allan bæinn og inn á hvert heimili, og margt er þar enn furðulegt og nýstárlegt, er hjer yrði of langt upp að telja. Þegar lýsa skal stórbæjum og stórbæjalifi með kostum þess og löst- um fyrir þeim, er alið hafa allan aldur sinn heima á Fróni, þá eru þar á eigi litil vandkvæði, og er það eitt meðal annars, að bágt er að vita hvar byrja skal. Mundi sumum ef til vill þykja heppilegast að hefja mál sitt með þvi að skýra frá, að hus borgarinnar hvert i sínu lagi sje margloptuð og að hæðinni til nokkurs konar smá-Babelsturnar, að frjetta- þræðirnir sjeu strengdir yfir þau eins og grásleppunet, að torg og stræti sjeu flórlögð eins og fjósgólfin heima og að menn og skepnur æði þindarlaust fram og aptur um þau eins og Belzebub með öllu sinu skylduliði sje á hælum þeim. Öðrum mundi aptur á móti þykja þetta allt lítilsvarðandi. Sjálfur álít jeg heppilegast að vera á varðbergi og grennslast eptir hvað til ber á strætum úti frá rnorgni til kvölds. Má þar sjá iðukastið á ólgusjó stórbæjarlifsins. Hinum ýmsu myndum þess svipar fyrir augu eins og skýflókum, er liða um loptið fyrir hægum vindblæ og skipta ham í snöggu bragði. Má þar á skömmum tima átta sig betur en með löngum innisetum og margra bóka lestri. — Á strætum Kaupmannahafnar er sjaldan hljótt og mannvant. Allopt- ast má sjá menn á rölti og vagna á ferð til kl. 2 á næturþeli, og þegar um aptureldingu hefst umferðin á ný. Mjólkur- og brauðvagnar koma töltandi einn og einn á stangli; hestarnir, er fyrir þeim ganga, þramma fjörlaust áfram og vagnstjórarnir sitja i aksætinu með stýrurnar i aug- unum og hálfgerðum ólundarsvip yfir fótaferðinni. Einstöku hræður skjótast út úr leynismugum með vimu í kolli og óstyrk í fótum og leita heim til sængur. Er sú heimför á stundum meir af vilja en mætti gjör og margur reipisstúfurinn fljettaður á leiðinni. Daglaunamenn skreið- ast úr hreysum sinum, kvistunum og kjallaraholunum, og ganga til vinnu. Er það sama krossgangan dag eptir dag árið um kring, og vinna sú, er bíður þeirra á. verkstofum og vinnusvæðum, er opt bæði lýjandi og óheilnæm. Eru þeir jafnaðarlega lotnir i herðurn, þreytulegir og með óánægjusvip, og á stundum hefur örbirgðin skráð nafn sitt fullu letri á andlit þeirra. Til og frá um húsin er gluggum hrint upp og berarm- aðar (en sjaldnast hvitarmaðar) griðkonur taka að sópa og þrifa til. Undir miðjan morgun eru matsölubúðir opnaðar og von hráðar taka menn að streyma þangað til innkaupa, og verður nú skjótt krökt um strætin bæði af mönnum og vögnum. Um dagmálabilið er umferðin mest á torgum bæjarins. Koma þangað búendur af landi utan með kjöt, kálmeti og ávexti, en strandamenn með fiskæti. Skipa þeir sjer í raðir á sölutorgunum með vörur sinar fyrir frarnan sig eða í kjöltunni og bíða svo átekta frá bæjarbúum. Gangi salan eigi greitt, verða þeir stundum óþreyjufullir og hrópa á eða hnippa í þá, er fram hjá ganga, til að vekja athygli þeirra. Þangað streyma húsmæður og vinnukonur með körfur sínar til matarkaupa, og er opt lengi þrefað um verðið áður kaupin gangi sarnan. Opt er mönnum gert enn hægra fyrir, svo eigi þurfi þeir að ómaka sig út á sölutorgið til matarkaupa. Ramba sölumenn og sölukonur um strætin með vagna sína
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.