Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Síða 66

Eimreiðin - 01.01.1895, Síða 66
66 á ofurlítinn fílabeinshnapp í veggnum, kveða við bjöllur i öðrum enda hússins og að vörmu spori skýtur upp kjólklæddum og uppstroknum þjóni og bíður hann skipana gestsins kengboginn af kurteisi. Fer hjer líkt og segir í »f)úsund og einni nótt«, er Aladdín strauk töfralampa sinn. Eins og að likindum ræður er allt rándýrt á húsum þessum, og koma hjer að staðaldri þeir einir, er vel eru efnum búnir. Eá eru aðrir veitingastaðir meðalstjettum ætlaðir; standa þeir feti neðar hvað skraut snertir og er verð þar skaplegt á mat og drykk. Hjeðan má rekja sporið niður á við, gestastofan færist niður i kjallarann og kjallarinn verður dýpri og dýpri og myrkari og myrkari. Loks er drykkjustofan orðin að kolsvartri kytru með sand á gólfi og gengur þar rauðeygður og bláþúst- aður brennivinsberserkur um beina. Dettur manni ósjálfrátt i hug svarti- skóli og sjálfur djöflahöfðinginn. Gestir þeir er að garði koma, eru bystir og brúnaþungir, rámir og hásraddaðir, rifnir og tættir, klipnir og klóraðir og alloptast með eitt eða tvö glóðaraugu. Þykir ráðlegast að eiga sem minnst mök við þá, og verður það mörgum manninum, að hann fagnar því stórum, að sleppa heill á húfi upp úr jarðhúsum þessum, eigi siður en lærisveinar fögnuðu því á fyrri öldum að sleppa úr svartaskóla. Svo kann nú mörgum að virðast, sem þessi aragrúi af gildaskálum bendi til þess, að Danir sjeu drykkjumenn miklir, og verður það varla úr skafið. Þó ber þess að gæta, að allur þorri ókvongaðra manna, er eigi lifa í foreldrahúsum, neyta máltíða sinna á veitingastofunum; er það jafnvel eigi sjaldgæft, að nýgipt hjón neyti þar miðdegisverðar sins og þykir það umsvifaminnst. Flestum drykkjuhúsum er lokað um miðnættisbilið, en þó eru nokkur, er opin standa fram yfir þann tíma. Verður það mörgum manninum fyrir, er aðrir sómamenn ganga til hvilu, að hann leitar i faðm þeirra, er öllum stendur opinn og öllum heitir svölun og hress- ingu eptir strit og armæðu dagsins. Það sem framar öllu öðru veitir stöðum þessum einkennilegan blæ, er það, að hjer safnast fyrir eigi ein- göngu karlmenn, heldur og stórhópar afkonumþeim, er um kvöldleytið rölta um strætin til mannfanga. Þegar stigið er inn í hús þessi, verða jafnaðarlega fyrir augum allmargar stofur, hver fram af annari, og standa dyr allar opnar á milli. Yfir öllu hvílir kafþykkur reykjarmökkur, er eykst með hverri stundu, því allir sitja þar gestir, bæði karlar og konur, með vindla í munni og blása frá sjer reykjarstrókunum allt hvað af tekur. Fram með veggjum standa borð við borð og sitja þar menn og konur, sveipuð reykjarblæjunni eins og bylgjandi faldi, og drekka tvimenning. Lætur kvennþjóðin eigi sitt eptir liggja, en tvíhendir ótt og titt stórar og víðar mjaðarkollur og kneyfir út. A milli teyganna gengur á kossa- flensi eða rifrildi, og gerast þar bæði menn og konur ölvuð. Jafnharðan og nýja gesti ber að og þeir hafa tyllt sjer niður og dreypt á miðinum, koma þar kvennsniptir steðjandi, ávarpa þá kumpánlega, mælast ófeimn- islega til að fá i staupinu og gera sig jafnvel stundum svo heima- komnar, að þær tylla sjer steinþegjandi á- knje þeim og reka að þeim rembingskoss. Er eigi laust við að sumir kalli þetta flennuskap, eigi sízt þeir, er nýkomnir eru heiman af Fróni. Heldur þessu athæfi þannig áfram til þess er lokað er. Fer margur unglingurinn hjeðan út með

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.