Eimreiðin - 01.01.1895, Síða 69
69
andvirði þess, er ein hefðarkona ber á sjer af gulli og gimsteinum,
nægja til uppeldis meðalheimili á Islandi i mörg herrans ár. En hjer
þarf sem sje ekkert til að spara, auðurinn er nógur og sjer lítt högg
á vatni, þótt snarað sje út nokkrum þúsundum króna. Auðmönnum eru
því nær allir vegir færir á vorum dögum og víðast hvar eru þeir í
mestu hávegum hafðir. Fj'rir þúsundum ára síðan reistu Israelsmenn sjer
gullkálfa, er þeir tilbáðu, og liggjum vjer þeim á hálsi fyrir það tiltæki.
En þegar vel er að gætt, er gulltilbeiðsluöldin enn við lýði. Kaupmenn
eru gullkálfar vorra tima og fer enn mörgum manninum líkt og Israelslýð,
að honum er gjarnt að falla fram og tilbiðja þá. Eitt er það þó, er á milli
skilur, en það er það, að oss birtist enginn Móses, er með helgri vand-
lætingu hrindi þessum falsguðum niður af blótstöllunum.
Enginn skilji orð min svo, sem auðmenn þessir hafi eigi orðið
neitt til að vinna til þess að öðlast auðæfi sín, eða að þeir eigi verð-
skuldi virðingu manna. Margir meðal þeirra hafa mátt berjast áfram
gegn um andstreymi og óteljandi torfærur, áður þeir næðu að verða auðugir
og mikils megandi menn, og eigi hafa þeir l^gt árar í bát og sezt í
helgan stein, þótt þvi takmarki væri náð. Ber því eigi að leyna, að
það er vezlunarstjettin, er Danmörk á að mörgu leyti að þakka eigi
aðeins velmegun sina, heldur og ýms stórvirki í þarfir menningar og
framfara. Hafa einstakir auðmenn gefið stórfje til menningar- og fram-
fara stofnana. Láta þeir sjer þannig eigi, eins og margur kann að
ætla, um það eitt hugað, að safna sem mestu gulli og leggjast á það eins
og drekar, heldur gera sjer jafnframt far um, að verja fje sínu og fjöri
í þarfir þjóðar sinnar á þann hátt, er að beztum notum má koma.
Svo sem hjer að ofan er frá skýrt, er hin glæsilegasta hlið Hafnar-
lifsins, þar sem allt er gulli roðið. Birtist hjer stórkaupmaðurinn og
verksmiðjueigandinn í 'ailri sinni dýrð meðal jafningja sinna. Þykir oss
nú hlýða að snúa að hinni gagnstæðu hlið, ranghverfunni, til saman-
burðar og víkur þá sögunni til verkamannsins.
Leiðin liggur inn i eitt af hinum myrku og daunillu strætum, er
áður er á minnzt. Hús stórbæjanna eru þannig úr garði gerð, að hvert
einstakt hús er líkast því, sem fjögur hús sjeu byggð sarnan i ferhyrning
með auðu svæði í miðju. Nefnist svæði þetta húsagarður. Verkamenn
eiga tíðast hýbýli sin handan yfir garðinn, og má leita þeirra ýmist í
kjallaranum, er aldrei sjest sólargeisli, eða i óþjettum kytrum uppi undir
þakskeggi og eru þá rið óteljandi upp að ganga. Eru hýbýli hjer ódýr-
ust og þó rándýr. Óheilnæmt er lopt alloptast hjá þeim, er i bakhýsum
búa, og leggur viða óþef og svækju upp úr garðinum. Á ýmsum stöðum
eru fest tengsli úr einum glugga i annan yfir þveran garðinn og á þau
hengd föt til þerris. Alltítt er það, að verkamenn með mikilli fjölskyldu
hafi eigi nema eitt eða tvö herbergi og liggur þar hyskið allt i kássu.
Fátt er hjer um búsgögn og þunnskipað af nauðsynjaáhöldum. Hafi
húsfaðir fasta atvinnu og sje reglusamur, er kaup hans alloptast nægilegt
til lifsuppeldis; þó verður að halda sparlega á. Gangi vinnan aptur á
móti skrykkjótt, er opt sára bágstatt hjá mannrýjum þessurn. Kona og
börn verða þá að vetrinum til að hnipra sig saman i einhverju horninu
skjálfandi af kulda og máttvana af matarleysi, meðan húsfaðir er uti að
leita sjer atvinnu. Rýja vesalingar þessir sig smátt og smátt inn að