Eimreiðin - 01.01.1895, Síða 74
74
Vilji’ og einhver vinur kær
vísur mínar heyra,
syng jeg eins og sunnanblær
sumarljóð í eyra.
Sjái jeg unga silki-Hlín
sitja fölva og hljóða,
kannist hún við kvæðin min,
kyssi jeg hana rjóða.
Syngdu, vinur, syngdu skært,
syngdu’ á þýða strengi,
svo mig dreymi, dreymi vært,
dreyrni rótt og lengi.
Elli sækir Grím heim.
Elli gamla fer um Frón,
fala marga gripi lætur:
höfuðóra, svikna sjón,
sálarkröm og valta fætur.
Hún hafði fært þeim fram um Nes
firna stóra vöru-byrði;
þrammaði’ hún nú og þungan bljes
þaðan upp úr Hafnarfirði.
Varpar hún þá á vinstri hlið
vonar-augum sigur-glöðum:
»Skal nú Elli skipta við
skáldið gamla’ á Bessastöðum.«
»Það er bezt að þulur sá
þiggi nesti hærum sinum;
slíkum flestum herrum hjá
hefur ljetzt í drelli minum.«
Þangað heim hún hróðug gekk,
hafði nægð af varning góðum:
lúa’ og ergi’ í ámu-sekk,
elliglöp í fjórtán skjóðum.