Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Page 28

Eimreiðin - 01.01.1899, Page 28
28 bárur þessara smásála, sem altaf vilja hanga aftan í sér meiri mönnum og því finst líka bezt við eiga, að stórþjóðirnar jafnan hafi þjóð sína í togi, segir svo í álitsskjalinu: »Menn segja, að með því að taka upp þessa nýju aðferð við að fræða menn um fornöld Grikkja, brjóti menn bág við tízku, sem alstaðar sé ríkjandi. Þetta er öldungis satt. En þar sem fjöldamargir hafa af því látið leiðast tii að .segja, að þeir væru hræddir um, að það mundi ekki vera rétt fyrir aðra eins smáþjóð og oss Dani að verða fyrstir til að stíga þetta stig, og hafa álitið, að vér ættum að bíða, þangað til ein- hver af stórþjóðum Norðurálfunnar hefði riðið á vaðið, þá getum við fyrir okkar leyti ekki verið á þeirri skoðun. Okkur virðist, að fyrst og fremst eigi að líta á það, hvort af umbótum þeim, sem menn hafa í huga að gera, muni leiða nokkuð gott út af fyrir sig, og einkanlega, hvort af þeim muni leiða nokkuð gott fyrir sjálfa oss. Komist menn eftir nákvæma íhugun að þeirri > niðurstöðu, að svo sé, eigum vér ekki að láta hugleiðinguna um, að vér séum smáþjóð, aftra oss frá að koma þessum endurbótum á. Hvers vegna skyldu smáþjóðirnar endilega eiga að vera bund- nar við að taka alt gott upp eftir öðrum, og ekki mega lika ein- stöku sinnum ríða á vaðið? Enn fremur álítum við, að vér eigum, einnig að því er til skólans kemur, að sníða oss stakk eftir vexti og haga oss eftir þvi, hve sér- staklega er ástatt hjá oss og hvers vér þörfnumst. Og í þessu efni verðum við að taka fram, að vér, einmitt sökum þess, hve þjóð vor er lítil, erum neyddir til að veita læri- sveinunum í skólum vorum kenslu í hvorki meira né minna en þremur útlendum málum af hinum nýrri tungum, þar sem engin af stórþjóðunum kennit meira en í mesta lagi tvö og vanalega lætur sér nægja með eitt. Vér megum því til að beita sparnaði við aðrar námsgreinar, eða að minsta kosti hafa einhver úrræði, er beri svipaðan árangur fyrir oss, að því er tímasparnað snertir. Enn fremur megum vér ekki gleyma því, að vér erum þegar komnir góðan spöl áleiðis burt frá því, sem tízka er hjá stórþjóðunum. Nú kunna sumir af stúdentum vorum ekkert í grísku, og að því er til hinna kemur, þá er grískukunnátta þeirra svo takmörkuð, að þeir standa t. d. þýzkum stúdentum langt á baki, er næst mun liggja að bera þá saman við. Við skulum í þessu efni minna á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.