Eimreiðin - 01.01.1899, Side 36
36
nýtt stjórnarfyrirkomulag, að því er snertir sérmál íslands. Kon-
ungurinn á að vísu að fá að halda sér að nafninu til, en alt vald
á að draga úr höndum hans, nema staðfesting á stjórnarskrárbreyt-
ingum og rétt til að náða menn og veita almenna uppgjöf á sök-
um. Annars er ætlast til að hann afsali sér öllu löggjafar- og
framkvæmdarvaldi í hendur landstjóra á íslandi, er hann þó sjálfur
fær að skipa. Landstjórinn á að framkvæma öll þau störf, sem
konungur hefur nú með höndum. Hann á að staðfesta lög, veita
öll embætti o. s. frv. Þó eru ákvæðin um þetta þannig orðuð, að
konungur getur, hvenær sem honum eða hinum dönsku ráðgjöfum
hans svo sýnist, tekið öll ráðin af landstjóranum og dregið stað-
festing allra laga undir sig. H.ann getur og sett landstjórann af
(jafnvel eftirlaunalaust), ef hann ekki í öllum greinum hagar sér
eftir vilja konungs eða hinna dönsku ráðgjafa hans. Hins vegar
á landstjórinn að vera ábyrgðarlaus gagnvart þjóðinni eins og
konungur. Landstjórinn á að ftika sér ráðaneyti og skipa það alt
að þrem ráðgjöfum, og skal einn þeirra vera forsætisráðgjafi. Land-
stjóri og ráðgjafar hans mynda landsráð og skal í því ræða lög
öll og mikilsverð stjórnarmálefni. Ráðgjafar landstjórans bera
ábvrgð á stjórnarstörfunum fyrir alþingi, og hefir neðri deild
þingsins ákæruvaldið, en í málum þeim, er hún höfðar gegn ráð-
gjöfunum, dæmir landsdómur, sem skipaður skal dómendum hins
æðsta dómstóls innanlands og öllurn þingmönnum efri deildar. Þó
má sá, er kærður er, ryðja alt að 5 menn úr dómi, að því til-
skildu, að jafnan sitji dóminn eigi færri en 2 dómendur hins æðsta
dómstóls. A skipun alþingis skal gera þá meginbreyting, að allir
þingmenn skulu vera þjóðkjörnir, en konungskosning falla niður.
Auk þessa er farið fram á margar aðrar breytingar, sem minna
kveður að, og því eru ekki hér taldar.
Þessi stefna hefir um rnörg undanfarin ár haft meira fylgi hjá
hinni íslenzku þjóð en nokkur önnur og tvívegis náð fullnaðar-
samþykki alþingis. Er það að vísu lítt skiljanlegt, þegar tekið er
tillit til þeirra rniklu agnúa, sem á henni eru, en til þess liggja þó
ýmsar ástæður. Má í því efni fyrst og fremst telja það, að stefnan
er í sjálfu sér -— fljótt á að líta — nijög glæsileg, þar sem svo
lítur út, sem vér með henni fengjum fullkomlega óháða og inn-
lenda stjórn, þó þessu sé í rauninni engan veginn þannig varið.
I annað stað hefir fylgi manna við hana stafað af því, hve ötulan
forvígismann hún hefir átt. Hann hefir með óþreytandi eiju barist